Staðarhreppur (V-Húnavatnssýslu)
Staðarhreppur var hreppur í Vestur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Stað í Hrútafirði.

Hinn 7. júní 1998 sameinaðist hann hinum 6 hreppum sýslunnar: Fremri-Torfustaðahreppi, Ytri-Torfustaðahreppi, Kirkjuhvammshreppi, Hvammstangahreppi, Þverárhreppi og Þorkelshólshreppi undir nafninu Húnaþing vestra.
