2012
ár
(Endurbeint frá Febrúar 2012)
Árið 2012 (MMXII í rómverskum tölum) var 12. ár 21. aldar samkvæmt gregoríska tímatalinu og hlaupár sem hófst á sunnudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 7. janúar - 11 létust þegar loftbelgur hrapaði við Carterton á Nýja-Sjálandi.
- 10. janúar - 10 létust í sprengjuárás í Khyber-umdæmi í Pakistan.
- 11. janúar - Danska fjölmiðlafyrirtækið Berlingske Media ákvað að hætta útgáfu fríblaðsins Urban.
- 12. janúar - Mótmælin í Rúmeníu 2011: Átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu.
- 13. janúar - Ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði við eyjuna Giglio og sökk vegna aðgæsluleysis skipstjóra. 32 farþegar létust.
- 16. janúar - Átökin í Norður-Malí: Nokkrir uppreisnarhópar hófu vopnaða baráttu gegn stjórn Malí.
- 19. janúar - Bandaríska alríkislögreglan lét loka skráadeiliþjónustunni Megaupload.
- 20. janúar - 185 létust í röð sprengjuárása í Kano í Nígeríu.
- 22. janúar - Króatar samþykktu Evrópusambandsaðild með 2/3 atkvæða.
- 23. janúar - Evrópusambandið tók upp viðskiptaþvinganir gagnvart Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar.
- 31. janúar - Sprengja var sprengd við Hverfisgötu 6, skamman spöl frá Stjórnarráðshúsinu. Karlmaður sást flýta sér af vettvangi í hvítum sendibíl og náðust myndir af manninum og bílnum á öryggismyndavélar og varð það til þess að hann náðist.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Uppþotin á Port Said-leikvanginum: Yfir 70 létust í óeirðum í kjölfar knattspyrnuleiks í Port Said í Egyptalandi.
- 4. febrúar - Yfir 200 létust í árás Sýrlandshers á búðir uppreisnarmanna í Homs.
- 6. febrúar - Í Bretlandi var demantskrýningarhátíð Elísabetar 2. drottningar haldin hátíðleg.
- 8. febrúar - Verne Global, fyrsta „græna“ gagnaverið í heiminum var tekið í notkun á Ásbrú. Það var jafnframt fyrsta atvinnuskapandi verkefnið sem fór af stað á Suðurnesjum eftir hrun.
- 17. febrúar - Forseti Þýskalands, Christian Wulff, sagði af sér vegna ásakana um spillingu.
- 18. febrúar - 3/4 kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu rússnesku í Lettlandi höfnuðu því að hún yrði annað opinbert mál landsins.
- 19. febrúar - Íran hætti sölu olíu til Bretlands og Frakklands í kjölfar viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn Íran.
- 21. febrúar - Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu 130 milljarða björgunarpakka vegna grísku skuldakreppunnar.
Mars
breyta- 1. mars - Aðildarumsókn Serbíu að Evrópusambandinu var samþykkt.
- 2. mars - Íslenska kvikmyndin Svartur á leik var frumsýnd.
- 13. mars - Tilkynnt var að prentútgáfu alfræðiritsins Encyclopædia Britannica yrði hætt.
- 15. mars - Flugslysið á Kebnekaise 2012: Norsk Hercules-herflutningavél hrapaði á fjallið Kebnekaise í Svíþjóð. Fimm fórust.
- 19. mars - Mohammed Merah myrti þrjú börn og einn fullorðinn í skotárás á dagskóla gyðinga í Toulouse í Frakklandi.
- 22. mars - Forseta Malí, Amadou Toumani Touré, var steypt af stóli.
- 28. mars - Járnbrautarbrú yfir Limafjörð í Danmörku skemmdist mikið þegar finnskt flutningaskip sigldi á hana.
- 29. mars - Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Sten Tolgfors, sagði af sér vegna Sádíhneykslisins.
- 31. mars - Fyrsta danska hraðbrautin sem reist var sem einkaframkvæmd, Sønderborg-hraðbrautin, var opnuð ári fyrr en áætlað var.
Apríl
breyta- 1. apríl - Flokkur Aung San Suu Kyi, Lýðræðisbandalagið, vann meirihluta lausra þingsæta í aukakosningum í Mjanmar.
- 2. apríl - Forseti Ungverjalands, Pál Schmitt, sagði af sér vegna ásakana um ritstuld í doktorsritgerð forsetans frá 1992.
- 6. apríl - Þjóðfrelsishreyfing Azawad lýsti yfir sjálfstæði Azawad frá Malí.
- 9. apríl - Facebook keypti Instagram fyrir milljarð bandaríkjadala.
- 12. apríl - Uppreisnarhermenn í Gíneu-Bissá tóku sitjandi forseta og forsetaframbjóðanda höndum í miðri kosningabaráttu.
- 12. apríl - Albanar skutu fimm Makedóna til bana utan við Skopje. Morðin leiddu til uppþota og átaka milli þjóðarbrota í Makedóníu.
- 13. apríl - Norðurkóreski gervihnötturinn Kwangmyŏngsŏng-3 sprakk skömmu eftir geimskot.
- 16. apríl - Réttarhöld yfir Anders Behring Breivik hófust í Osló.
- 23. apríl - Dómur féll í Landsdómsmálinu, Alþingi gegn Geir H. Haarde, með sakfellingu fyrir hluta ákæruliða.
- 25. apríl - Fyrsti kvenbiskup íslensku þjóðkirkjunnar, Agnes M. Sigurðardóttir, var kjörin.
- 26. apríl - Fyrrum forseti Líberíu, Charles Taylor, var dæmdur sekur um stuðning við stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Borgarastyrjöldinni í Síerra Leóne.
Maí
breyta- 2. maí - Pastelútgáfa málverksins Ópið eftir Edvard Munch seldist fyrir 120 milljón dali á uppboði í New York-borg.
- 4. maí - Tvíbytnan Tûranor PlanetSolar varð fyrsti sólarorkuknúni báturinn sem lauk hnattsiglingu þegar hún kom í land í Mónakó eftir 584 daga siglingu.
- 6. maí - François Hollande sigraði sitjandi forseta, Nicolas Sarkozy, í annarri umferð frönsku forsetakosninganna.
- 7. maí - Vladimír Pútín var kjörinn forseti Rússlands í annað sinn.
- 12. maí - Heimssýningin Expo 2012 hófst í Yeosu í Suður-Kóreu.
- 13. maí - Manchester City vann Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sigri á Queens Park Rangers.
- 15. maí - François Hollande tók við embætti forseta Frakklands.
- 18. maí - Bandaríska kvikmyndin Beðið eftir barni var frumsýnd.
- 22. maí - Himnatréð, hæsti turn heims, var opnaður almenningi í Tókýó.
- 26. maí - Sænska söngkonan Loreen sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2012 með laginu „Euphoria“.
Júní
breyta- 3. júní - 153 fórust þegar Dana Air flug 992 hrapaði á byggingu í Lagos í Nígeríu.
- 6. júní - Venus gekk fyrir sólu frá jörðu séð.
- 6. júní - Blóðbaðið í Al-Qubeir: Vopnaðar sveitir Shabiha réðust inn í þorpið Al-Qubeir í Sýrlandi og myrtu tugi þorpsbúa.
- 7. júní - Landssamband íslenskra útvegsmanna efndi til fjöldamótmæla á Austurvelli vegna fyrirhugaðra breytinga á kvótakerfinu.
- 8. júní - Evrópumeistaramótið í knattspyrnu karla 2012 hófst í Póllandi og Úkraínu.
- 10. júní - Bandaríska teiknimyndin Hin hugrakka var frumsýnd.
- 13. júní - Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hófst í Rio de Janeiro í Brasilíu.
- 16. júní - Aung San Suu Kyi flutti ræðu í Ósló og þakkaði fyrir friðarverðlaun Nóbels, sem hún fékk árið 1991.
- 17. júní - Úlfahjörð í Kolmården-dýragarðinum í Svíþjóð réðist á og drap starfsmann.
- 18. júní - Kínverska geimfarið Shenzhou 9 lenti við geimstöðina Tiangong-1. Kínverjar urðu þannig þriðja land heims sem tekist hafði að lenda geimfari við geimstöð á eftir Bandaríkjunum og Rússlandi.
- 22. júní - Þing Paragvæ samþykkti vantraust á forsetann, Fernando Lugo.
- 24. júní - Risaskjaldbakan Einmana Georg lést í Galápagos-þjóðgarðinum. Hann var síðasti einstaklingurinn sem eftir var af Pintaeyjarundirtegundinni.
- 24. júní - Mohamed Morsi var lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Egyptalandi sem lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands.
- 30. júní - Forsetakosningar voru haldnar á Íslandi. Frambjóðendur voru sex talsins. Sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, vann yfirburðasigur.
Júlí
breyta- 1. júlí - Flugmálastjórn Íslands, Vegagerðin og Siglingastofnun Íslands voru sameinuð í eina Farsýslu. Ári síðar var nafninu breytt í Samgöngustofu.
- 1. júlí - Spánn vann Evrópukeppnina í knattspyrnu 2012 með 4-0 sigri á Ítalíu.
- 4. júlí - Rannsóknarstofnunin CERN tilkynnti uppgötvun nýrrar öreindar með eiginleika sem kæmu heim og saman við Higgs-bóseindina.
- 4. júlí - Liborhneykslið komst í hámæli.
- 4. júlí - Hæsta bygging Evrópusambandsins, The Shard í London, var vígð.
- 7. júlí - Fyrstu frjálsu þingkosningarnar í Líbýu áttu sér stað.
- 9. júlí - Flóðin í Krasnodarfylki: 130 fórust í flóðum í Krasnodarfylki í Rússlandi.
- 15. júlí - Lagið „Gangnam Style“ með kóreska tónlistarmanninum Psy var birt á YouTube.
- 15. júlí - Danski fornleifafræðingurinn Olaf Olsen játaði að hafa sem ungur kommúnisti látið Sovétríkjunum í té persónuupplýsingar.
- 17. júlí - Rauði krossinn lýsti því yfir að borgarastyrjöld væri hafin í Sýrlandi og þar með gildistöku alþjóðlegra mannúðarlaga.
- 20. júlí - Skotárásin í Aurora: 12 létust og 58 særðust þegar maður hóf skothríð í kvikmyndahúsi í Aurora í Kóloradó þar sem kvikmyndin The Dark Knight Rises var sýnd.
- 25. júlí - Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un gekk að eiga Ri Sol-Ju.
- 27. júlí - Sumarólympíuleikarnir 2012 voru settir í London.
- 30. júlí - Rafmagnsleysið á Indlandi 2012: 620 milljónir manna voru án rafmagns í versta rafmagnsleysi sögunnar.
Ágúst
breyta- 6. ágúst - Marsbíllinn Curiosity lenti heilu og höldnu á Mars.
- 7. ágúst - Blóðbaðið í Houla: Sýrlandsher drap 92, þar af 30 börn, í Houla-héraði.
- 12. ágúst - Morðin í Marikana: 34 námaverkamenn í platínunámu í Suður-Afríku létust þegar lögregla skaut á þá.
- 16. ágúst - 200 voru drepin í Hamahéraði í norðanverðu Sýrlandi.
- 24. ágúst - Dómur var kveðinn upp í Osló yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik.
- 25. ágúst - Sprenging varð í Amuay-olíuhreinsistöðinni í Venesúela með þeim afleiðingum að 55 fórust.
- 27. ágúst - Borgarastyrjöldin í Sómalíu: Stjórnarher Sómalíu náði hafnarborginni Marka á sitt vald.
- 31. ágúst - Armenía sleit stjórnmálatengsl við Ungverjaland eftir framsal og síðan náðun Ramil Safarov í Aserbaídsjan sem var ákærður fyrir morð á armenskum hermanni.
September
breyta- 7. september - Stjórn Kanada lét loka sendiráði landsins í Teheran vegna stuðnings Írana við Sýrlandsstjórn, kjarnorkuáætlun og mannréttindabrot.
- 9. september - Nær 60 létust og 300 slösuðust í röð sprengjuárása í Írak.
- 11. september - Í mörgum múslimaríkjum hófust mótmæli við sendiráð Bandaríkjanna vegna myndbandsins Innocence of Muslims sem birt var á YouTube með arabísku tali snemma í sama mánuði.
- 11. september - Íslamistahópurinn Ansar al-Sharia gerði árás á bandaríska sendiráðið í Benghazi í Líbýu. J. Christopher Stevens sendiherra var drepinn í árásinni.
- 12. september - Jarðneska leifar Ríkharðs 3. fundust í Leicester á Englandi.
- 15. september - Tónlistarhúsið í Stafangri var opnað.
- 18. september - Sænski sjónvarpsþátturinn Uppdrag granskning sagði frá greiðslum frá Telia Sonera til skúffufyrirtækis á Gíbraltar sem tengdist Gulnöru Karimovu, dóttur forseta Úsbekistan.
- 21. september - Íslenska kvikmyndin Djúpið var frumsýnd.
- 24. september - Fellibylurinn Sandy gekk yfir Kúbu og Bahamaeyjar og kostaði 209 lífið.
Október
breyta- 14. október - Austurríski fallhlífarstökkvarinn Felix Baumgartner rauf hljóðmúrinn fyrstur manna án aðstoðar tækja þegar hann setti met í geimstökki úr helíumbelg í 39 km hæð.
- 16. október - Sjö málverkum að andvirði 25 milljón dala var stolið frá listasafninu Kunsthal í Rotterdam.
- 20. október - Haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir Ísland.
- 22. október - Fjórða plata Taylor Swift, Red, kom út.
- 23. október - Íslenska flugfélagið WOW air tók yfir rekstur Iceland Express.
- 26. október - Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, var dæmdur í 4 ára fangelsi vegna skattsvika.
- 27. október - Leiðtogi Al-kaída, Ayman al-Zawahiri, hvatti múslima til að ræna Vesturlandabúum til að frelsa trúbræður sína í vestrænum fangelsum.
- 27. október - Nýr knattspyrnuleikvangur, Friends Arena, var opnaður í miðborg Stokkhólms.
- 29. október - Fellibylurinn Sandy gekk á land í Bandaríkjunum og skildi eftir sig slóð eyðileggingar, meðal annars í New York-borg og New Jersey.
- 30. október - The Walt Disney Company keypti kvikmyndaframleiðandann LucasFilm á 4 milljarða dala.
Nóvember
breyta- 5. nóvember - Smástirnið (214869) 2007 PA8 fór framhjá jörðu í 6,5 milljón km fjarlægð.
- 13. nóvember - Sólmyrkvi sást frá Ástralíu og hluta Suður-Kyrrahafs.
- 14. nóvember - Ísraelsstjórn hóf Varnarsúluaðgerðina gegn starfsemi Hamas á Gasaströndinni. Næstu viku voru 140 Palestínumenn drepnir, þar á meðal Ahmed Jabari, herforingi Hamas.
- 20. nóvember - 23. mars-hreyfingin hertók Goma í Austur-Kongó við landamæri Rúanda.
- 22. nóvember - Fjöldamótmæli gegn stjórn Mohamed Morsi hófust í Egyptalandi. Mótmælin stóðu til 3. júlí.
- 24. nóvember - Nýr stjórnmálaflokkur, Píratar, var stofnaður á Íslandi.
- 25. nóvember - Fellibylurinn Bopha myndaðist í vestanverðu Kyrrahafi.
- 29. nóvember - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gera Palestínuríki að áheyrnarríki í stað áheyrnarfulltrúa.
- 30. nóvember - 23. mars-hreyfingin hörfaði frá Goma eftir friðarsamninga.
Desember
breyta- 1. desember - Enrique Peña Nieto varð forseti Mexíkó.
- 8. desember - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti að framlengja gildistíma Kýótóbókunarinnar til ársins 2020.
- 14. desember - Skotárásin í Sandy Hook-grunnskólanum: Tvítugur maður skaut 20 börn og sex fullorðna starfsmenn grunnskóla í Newtown til bana í Bandaríkjunum.
- 16. desember - Yfir 700 fórust þegar fellibylurinn Bopha gekk á land í Filippseyjum.
- 19. desember - Serbneski stríðsglæpamaðurinn Milic Martinovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á almennum borgurunum í bænum Čuska í Kosóvó 1999.
- 21. desember - Nýtt tímabil hófst samkvæmt tímatali Asteka.
- 21. desember - Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti, sagði af sér.
- 22. desember - Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, leysti ítalska þingið upp og boðaði til kosninga.
- 31. desember - Fyrra gildistíma Kýótóbókunarinnar lauk.
- 31. desember - Síðasta prentaða eintakið af bandaríska tímaritinu Newsweek kom út.
Fædd
breytaDáin
breyta- 16. janúar - Sigursteinn Gíslason, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1968).
- 6. febrúar - Antoni Tàpies, katalónskur myndlistarmaður (f. 1923).
- 11. febrúar - Whitney Houston, bandarísk söngkona (f. 1963).
- 12. febrúar - Jón Þórarinsson, íslenskt tónskáld (f. 1917).
- 13. febrúar - Jónas H. Haralz, íslenskur hagfræðingur (f. 1919).
- 19. febrúar - Renato Dulbecco, ítalskur veirufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1914).
- 1. mars - Steingrímur Jóhannesson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1973).
- 1. mars - Lucio Dalla, ítalskur tónlistarmaður (f. 1943).
- 10. mars - Frank Sherwood Rowland, bandarískur efnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1927).
- 10. mars - Jean Giraud, franskur myndasöguhöfundur (f. 1938).
- 5. apríl - Bingu wa Mutharika, forseti Malavi (f. 1934).
- 29. apríl - Hafsteinn Guðmundsson, íþróttakennari og æskulýðsfrömuður (f. 1923).
- 11. apríl - Ahmed Ben Bella, forseti Alsír (f. 1918).
- 20. apríl - Ásgeir Þór Davíðsson, íslenskur athafnamaður (f. 1950).
- 28. apríl - Matilde Camus, spænskt skáld (f. 1919).
- 17. maí - Donna Summer, bandarísk söngkona (f. 1948).
- 20. maí - Robin Gibb, breskur söngvari (f. 1949).
- 28. maí - Jónas Þorbjarnarson, íslenskt skáld (f. 1960).
- 30. maí - Andrew Fielding Huxley, breskur lífeðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1917).
- 2. júní - Kathryn Joosten, bandarísk leikkona (f. 1939).
- 5. júní - Ray Bradbury, bandarískur rithöfundur (f. 1920).
- 17. júní - Rodney King, bandarískur leigubílstjóri (f. 1965).
- 24. júní - Karl Guðmundsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari (f. 1924).
- 8. júlí - Ernest Borgnine, bandarískur kvikmyndaleikari (f. 1917).
- 24. júlí - John Atta Mills, ganverskur stjórnmálamaður (f. 1944).
- 14. ágúst - Svetozar Gligorić, júgóslavneskur skákmaður (f. 1923).
- 19. ágúst - Tony Scott, breskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1944).
- 20. ágúst - Phyllis Diller, bandarísk leikkona (f. 1917).
- 20. ágúst - Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu (f. 1955).
- 25. ágúst - Neil Armstrong, bandarískur geimfari (f. 1930).
- 30. ágúst - Magnús Bjarnfreðsson, íslenskur sjónvarpsfréttamaður (f. 1934).
- 21. september - Sven Hassel, danskur rithöfundur (f. 1917).
- 6. október - J.J.C. Smart, ástralskur heimspekingur (f. 1920).
- 15. október - Norodom Sihanouk, konungur Kambódíu (f. 1922).
- 21. október - George McGovern, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1922).
- 24. október - Jens Tómasson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1925).
- 29. október - Auður Laxness, íslensk handverkskona (f. 1918).
- 5. nóvember - Elliott Carter, bandarískt tónskáld (f. 1908).
- 23. nóvember - Larry Hagman, bandarískur leikari (f. 1931).
- 25. nóvember - Lars Hörmander, sænskur stærðfræðingur (f. 1931).
- 26. nóvember - Joseph Murray, bandarískur læknir og nóbelsverðlaunahafi (f. 1919).
- 5. desember- Oscar Niemeyer, brasilískur arkitekt (f. 1907).
- 11. desember - Ravi Shankar, indverskur tónlistarmaður (f. 1920).
- 30. desember - Rita Levi-Montalcini, ítalskur taugalíffræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1909).