Facebook (stundum íslenskað sem Feisbók, Feisbúkk, Fésbók eða Andlitsbók) er netsamfélag stofnað þann 4. febrúar 2004. Vefsíðan er í eigu Facebook Inc. Notendur geta tengt í „tengslanetum“ sem tákna borgir, vinnustaði, skóla og svæði til að hafa samskipti við annað fólk. Fólk getur bætt við vinum, sent skilaboð og breytt yfirliti sínu.

Myndmerkið Facebook.
Höfuðstöðvar Facebook í Palo Alto, Kaliforníu.

Mark Zuckerberg stofnaði Facebook þegar var hann námsmaður Harvard-háskóla og í fyrstu var félagsaðild bundin við námsmenn háskólanna. Til er mynd um hvernig Facebook varð til. Hún heitir The Social Network. Í dag geta allir skráð sig á Facebook.

TengillBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.