The Shard
The Shard („Glerbrotið“, áður þekktur sem Shard London Bridge, London Bridge Tower eða Shard of Glass) er skýjakljúfur í London sem er 309,6 m að hæð. Byggingin var vígð þann 5. júlí 2012 og var opnuð almenningi í febrúar 2013. Hún er hæsta byggingin í Evrópu en hún náði fullri hæð sinni þann 30. mars 2012.
Ítalski arkitektinn Renzo Piano hannaði píramídalaga bygginguna en hún er klædd gleri á öllum hliðum. Byggingin leysti turninn Southwark Towers af hólmi sem var byggð á lóðinni árið 1975 og á 24 hæðum. Í nýju byggingunni eru 72 nýtilegar hæðir ásamt skoðunarsal og skoðunarsvæði undir berum himni.
The Shard stendur nálægt lestarstöðinni London Bridge sem er að finna í samnefndu hverfi.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist The Shard.