Sádíhneykslið

Sádíhneykslið eða Simoom-verkefnið var umdeilt samstarf Svíþjóðar og Sádí-Arabíu um stofnun vopnaverksmiðju í Sádí-Arabíu. Verkefnið var leynilegt þar til Sænska ríkisútvarpið sagði frá því 6. mars 2012. Verkefnið varð hneyksli því sænsk lög banna vopnasölu til landa sem brjóta gegn mannréttindum. Verkefnið var einnig gagnrýnt fyrir að notast við röð gervifyrirtækja til að fela slóð sína og koma í veg fyrir umræðu. Í kjölfarið sagði varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Sten Tolgfors, af sér. Svíar hættu samstarfi við Sádí-Arabíu um stofnun vopnaverksmiðju en héldu áfram samstarfi á öðrum sviðum hergagnaframleiðslu til 2015. Sádí-Arabía var árið 2012 næststærsti kaupandi hergagna frá Svíþjóð.

Blaðamennirnir sem sögðu frá verkefninu, Bo-Göran Bodin og Daniel Öhman, fengu Prix Europa-verðlaun fyrir umfjöllun sína.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.