Vegagerðin

Ríkisstofnun á Íslandi

Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi sem merkir að hún hefur samkvæmt lögum forræði yfir vegum hvað varðar vegagerð, þjónustu og viðhald. Hlutverk stofnunarinnar er að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Vegagerðin er ríkisstofnun í A-hluta ríkissjóðs og er starfsemi hennar að stærstum hluta fjármögnuð af skatttekjum ríkissjóðs.

Merki Vegagerðarinnar.

Hlutverk: Framkvæmda- og rekstrarstofnun

breyta

Árið 2012 samþykkti Alþingi tvenn ný lög um breytt stofnanakerfi samgöngumála með sameiningu samgöngustofnana, annars vegar að stofnsetja Farsýsluna sem er stjórnsýslustofnun með sameiningu fyrrum verkefna Umferðarstofu, Flugmálastjórnar og stjórnsýsluverkefna Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Hinsvegar varð með sameiningu framkvæmda- og rekstrarverkefna Vegagerðarinnar og Siglingastofnunar, til ein framkvæmda- og rekstrarstofnun undir nafninu Vegargerðin.[1]

Hin nýja Vegagerð skyldi hafa það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins, á sjó og landi. Það skyldi gera á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi.

Meginmarkmið Vegagerðarinnar er að skapa öruggar og greiðar samgöngur á sjó og landi, með hagkvæmir uppbygging og rekstur samgöngukerfisins í sátt við umhverfið. Þetta skal gert með skilvirkri og vel skipulagðri starfsemi með ábyrgu, og hæfu starfsfólki.[2]

 
Vegagerðin sér meðal annars um uppsetningu og viðhald umferðarmerkja.

Skipulag Vegagerðarinnar

breyta

Yfirstjórn vegamála er á höndum samgönguráðherra. Hann skipar vegamálastjóra til að veita Vegagerðinni forstöðu og stjórna framkvæmdum á sviði vegamála.

Vegagerðin sem er sjálfstæð ríkisstofnun, annast þátt ríkisins í framkvæmd vegalaga. Yfirstjórn stofnunarinnar samanstendur af vegamálastjóra og framkvæmdastjórum sviða í Reykjavík.

Vegagerðinni er annars vegar skipt svokallaða Miðstöð sem sér um stefnumótun og stjórnun, og hins vegar og fjögur starfssvæði. Þau eru eru Suðursvæði, Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði. Hvert „svæði“ ber ábyrgð á framkvæmdum, viðhaldi og rekstri vegakerfisins, og að veita vegfarendum þjónustu innan svæðisins.[3]

Vegakerfið

breyta
Aðalgreinar: Vegakerfið á Íslandi og listi yfir þjóðvegi á Íslandi.

Samkvæmt vegalögum skiptist vegakerfið á Íslandi upp í þjóðvegi, sveitarfélagsvegi, almenna stíga og einkavegi. Þjóðvegir eru akvegir fyrir almenna umferð milli staða utan þéttbýlis. Þeir eru taldir upp í sérstakri vegaskrá og er viðhaldið af Vegagerðinni með fjárveitingum úr ríkissjóði. Þeim er ætlað ásamt vegum sveitarfélaga, að mynda eðlilegt, samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.

Tenglar

breyta

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Lög um Farsýsluna og Vegagerðina samþykkt“. Samgöngustofa. Sótt 10. mars 2019.
  2. „Meginmarkmið, hlutverk, gildi og stefnur endurskoðaðar ásamt nýju skipuriti“. Vegagerðin. Sótt 10. mars 2019.
  3. „Vegagerðin“. Vegagerðin. Sótt 10. mars 2019.