Kathryn Joosten
Kathryn Joosten ( 20. desember 1939 – 2. júní 2012) var bandarísk leikkona sem var þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing og Desperate Housewives.
Kathryn Joosten | |
---|---|
Fædd | 20. desember 1939 |
Dáin | 2. júní 2012 (72 ára) |
Ár virk | 1984 - 2012 |
Helstu hlutverk | |
Dolores Landingham í The West Wing Karen McCluskey í Desperate Housewives |
Einkalíf
breytaJoosten var fædd og uppalin í Chicago, Illinois. Hún var gift geðlækni til ársins 1980 og saman áttu þau tvö börn.[1]
Áður en Joosten gerðist leikkona vann hún sem hjúkrunarkona á geðdeild Michael Reese-sjúkrahússins í Chicago.[2] Eftir skilnaðinn byrjaði hún að koma fram í hverfisleikhúsum og á sama tíma tók hún leiklistartíma við Steppenwolf Theater í Chicago.[3]
Árið 1992 flutti Joosten til Orlando, Flórída þar sem hún vann sem götuleikari í Disney World í eitt ár. Eftir að hafa unnið og búið í Flórída í um þrjú ár ákvað hún að flytjast til Hollywood til að koma leiklistarferli sínum áfram.[4]
Lungnakrabbamein
breytaJoosten hætti að reykja eftir 45 ár eftir að hún var greind með lugnakrabbamein. Árið 2007 þá tilkynnti Joosten í sjónvarpsþættinum The View að krabbameinið væri í rénum.[5][6] Í september 2009 var Joosten greind með lugnakrabbamein í annað sinn. Hún gekkst undir skurðaðgerð og fjórar lyfjameðferðir og var laus við krabbameinið í janúar 2010.
Joosten var nefnd forsvarskona fyrir Lung Cancer Profiles herferðina fyrir hönd Pfizer.[7]
Andlát
breytaJoosten lést úr lugnakrabbameini 2. júní 2012 eftir ellefu ára baráttu við sjúkdóminn. Hún lést aðeins tuttugu dögum eftir að persóna hennar Karen McCluskey úr Desperate Housewives lét lífið úr sama sjúkdómni.[8]
Ferill
breytaLeikhús
breytaJoosten hafði komið fram í leikritum á borð við Ladies of the Corridor, The Front Page, Annie og Night of the Iguana.
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Joosten var árið 1985 í sjónvarpsmyndinni Lady Blue.
Joosten kom fram sem gestaleikari í mörgum af vinsælustu sjónvarpsþáttunum sem hafa verið gerðir og meðal þeirra eru Chicago Hope, Roseanne, Seinfeld, Frasier, NYPD Blue, Home Improvement, Dharma & Greg, Spin City, General Hospital, Charmed, Will & Grace, Gilmore Girls, Grey's Anatomy, The Closer, Monk og Scrubs.
Á árunum 1999-2002,lék Joosten stórt aukahlutverk í dramaþættinum The West Wing sem forsetaritarinn Dolores Landingham.
Joosten lék einnig stórt aukahlutverk í Desperate Housewives sem Karen McCluskey frá 2005-2012. Joosten vann tvenn Emmy-verðlaun sem besta leikkona í gestahlutverki fyrir hlutverk sitt í þáttunum.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Joosten var árið 1984 í Grandview, U.S.A.. Kom hún síðan fram í kvikmyndum á borð við Eating Las Vegas, Cojones, Wedding Crashers, The Gold Lunch og Alvin and the Chipmunks: The Squeakquel.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1984 | Grandview, U.S.A. | Mrs. Clark | |
1989 | The Package | Þjónn | |
1997 | Eating Las Vegas | Húsráðandi | |
1997 | Best Men | Edie | |
1998 | Phoenix | Esther | |
1999 | Kiss Toledo Goodbye | Kona í hjólastól | |
2002 | Lehi´s Wife | Ida Smith | |
2002 | Cojones | Eldri kona | |
2003 | Wasabi Tuna | Erma | |
2003 | Red Roses and Petrol | Hjúkrunarkona | |
2004 | Breaking Dawn | Nágranni | |
2005 | Hostage | Louise | |
2005 | Taking Your Life | Helen | |
2005 | Wedding Crashers | Móðir Chazz | |
2005 | Halfway Decent | Móðir Bonnie | |
2005 | Cheaper by the Dozen 2 | Leikhúsgestur | |
2006 | Intellectual Property | Hjúkrunarkona | |
2006 | The TV Set | Lois | |
2007 | Rails & Ties | Mrs. Brown | |
2008 | The Gold Lunch | Dómari | |
2008 | Bedtime Stories | Mrs. Dixon | |
2009 | The Bake Shop Ghost | Miss Cora Lee Merriweather | |
2009 | Alvin and the Chipmunks: The Squeakquel | Frænkan Jackie | |
2011 | Wish Wizard | Mrs. Inkwell | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1985 | Lady Blue | Margo | Sjónvarpsmynd |
1987 | Sable | Þjónustukona | Þáttur: Hunt |
1995 | Family Matters | Verslunarstarfsmaður | Þáttur: My Bodyguard |
1995 | Pointman | Lois | Þáttur: The Jumper |
1995 | The Stranger Beside Me | Dómari | Sjónvarpsmynd |
1995 | Picket Fence | Þjónustukona | Þáttur: Reap the Whirlwind |
1995 | Chicago Hope | Hreingerningarkona | Þáttur: A Coupla Stiffs óskráð á lista |
1995 | Grace Under Fire | Ida Reilly | Þáttur: Daycare |
1996 | 3rd Rock from the Sun | Starfsmaður kaffistofu | Þáttur: Dick, Smoker |
1996 | The Making of a Hollywood Madam | Mrs. Oshotz | Sjónvarpsmynd |
1996 | ER | Lois | Þáttur: A Shift in the Night |
1996 | Roseanne | Carol, kona í danstíma Viðskiptavinu í súpermarkaði |
2 þættir |
1996 | Goode Behavior | ónefnt hlutverk | Þáttur: Goode Cause |
1996 | Murphy Brown | Ritari nr. 83 | Þáttur: That´s the Way the Corky Crumbles |
1996 | Boston Common | Mrs. Schuster | Þáttur: Trustee and Sympathy |
1997 | Seinfeld | Betsy | Þáttur: The Little Jerry |
1997 | Life with Roger | Mrs. Mitchell | Þáttur: Dial M for Muffin |
1997 | Frasier | Vera | Þáttur: Roz´s Turn |
1997 | Profiler | Morganna Styles | Þáttur: Into the Abyss |
1997 | Men Behaving Badly | Sölukona | Þáttur: After Midnight |
1997 | NYPD Blue | Mrs. Prows | Þáttur: Is Paris Burning |
1997 | Brooklyn South | Mrs. Mariah Westbrook | 2 þættir |
1998 | Prey | Leigusali | Þáttur: Discovery |
1998 | Just Shoot Me | Mrs. Pierce | Þáttur: The Kiss |
1998 | The Nanny | Hjúkrunarkona | Þáttur: The Pre-Nup |
1999 | Home Improvement | Thelma McCready | Þáttur: Chop Shop ´til You Drop |
1999 | Tracey Takes On... | Þjónustukona | Þáttur. End of the World |
1999 | Thanks | Mrs. Sturges | 3 þættir |
2000 | Vampírubaninn Buffy | Genevive Holt | Þáttur: Where the Wild Things Are |
2000 | Becker | Mrs. Goldsmith | Þáttur: Smoke´em If You Get ´Em |
2001 | Ally McBeal | Nunnan Alice | Þáttur: Falling Up |
1998-2001 | Dhamra & Greg | Claire | 7 þættir |
2001 | Arli$$ | Móðir Kirbys | Þáttur: You Are Your Priorities |
1999-2001 | Providence | Mrs. Nielsen /Miss O´Meara | 2 þættir |
2001 | Dead Last | Hjúkrunarkona | Þáttur: Gastric Distress |
2001 | Raising Dad | Mrs. Paultis | Þáttur: Baby, You Can´t Drive My Car |
2001 | Spin City | Nunnan Agnes | Þáttur: She´s Gotta Habit |
2002 | The X Files | Alríkisfulltrúinn Edie Boal | Þáttur: Trust No 1 |
2002 | Titus | Betty | Þáttur: Bachelor Party |
2002 | The Division | Constance ´Connie´Langtry | Þáttur: Journey |
2002 | So Little Time | Louise Van Horn | Þáttur: The Volunteer |
1999-2002 | The West Wing | Mrs. Landingham | 30 þættir |
2002 | Even Stevens | Edna Manning | Þáttur: Stevens Manor |
2003 | Highway to Oblivion | Nancy | Sjónvarpsmynd |
2002-2003 | General Hospital | Ida Warren | 5 þættir |
2003 | Judging Amy | Dómarinn Drabowsky | Þáttur: Wild Card |
2003 | A.U.S.A. | Ginny Romano | 2 þættir |
1998-2003 | The Drew Carey Show | Natalie/Ruth | 2 þættir |
2003 | Hope & Faith | Gestur í jarðaför | Þáttur: Remembrance of Rings Past óskráð á lista |
2003 | Charmed | Eiginkona | Þáttur: My Three Witches |
2003 | Less Than Perfect | Gömul kona | Þáttur: Rules |
2003 | Strong Medicine | Mrs. Nolan | Þáttur: Coming Clean |
2003 | Secret Santa | Winifred | Sjónvarpsmynd |
2003 | The King of Queens | Maureen | Þáttur: Santa Claustrophobia |
2004 | Curb Your Enthusiasm | Jenny – konan í afgreiðslu | Þáttur: The Weatherman |
2004 | 10-8: Officers on Duty | Mrs Unterberger | Þáttur: Wild and the Innocent |
2004 | Will & Grace | Felicia | Þáttur: Ice Cream Balls |
2004 | Yes, Dear | Claire Atkinson | Þáttur: Dead Aunt, Dead Aunt sem Kathryn Joostyn |
2004 | Life with Bonnie | Phyllis | Þáttur: Therabeautic |
2004 | Everwood | Mrs. Hammerhill | Þáttur: Last Looks |
2004 | Combustion | Miss Knight | Sjónvarpsmynd |
2004 | Father of the Bride | ónefnt hlutverk | Þáttur: Catnip and Trust Talaði inn á |
2004 | Gilmore Girls | Maisy Fortner | Þáttur: Written in the Stars |
2005 | McBride: It´s Murder, Madam | Dómarinn Broderick | Sjónvarpsmynd |
2003-2005 | Joan of Arcardia | Guð sem gömul kona | 8 þættir |
2005 | Fathers & Sons | Móðir Genes | Sjónvarpsmynd óskráð á lista |
2005 | Grey's Anatomy | Stephanie Drake | Þáttur: Shake Your Groove Thing |
2005 | Breadwinners | Phyllis | Sjónvarpsmynd |
2005 | Love, Inc. | Doris | Þáttur: The Honeymooners |
2005 | Malcolm in the Middle | Claire | Þáttur: Malcolm Defends Reese |
2006 | Reba | Director | Þáttur: Brock´s Got Stones |
2006 | The Suite Life of Zack and Cody | Amman Marilyn | Þáttur: Not So Suite 16 sem Katherine Joosten |
2006 | The Evidence | Midge | Þáttur: And the Envelope Please |
2006 | Saved | Evelyn Wilson | Þáttur: Who Do You Trust? |
2007 | Jane Doe: Ties That Bind | Cara Goodman | Sjónvarpsmynd |
2007 | In Case of Emergency | Mrs Walsh | Þáttur: The Picture |
2007 | The Closer | Hjúkrunarkonan Townsend | Þáttur: The Round File |
2008 | Las Vegas | Robby | Þáttur: Win, Place, Bingo |
2005-2008 | My Name Is Earl | Móðir Donnys | 2 þættir |
2003-2008 | Monk | Neysa Gordon /Hjúkrunarkonan Stempel | 2 þættir |
2001-2009 | Scrubs | Mrs. Tanner | 3 þættir |
2011 | Mega Python vs. Gatoroid | Angie | Sjónvarpsmynd |
2011 | The Cleveland Show | Hazel | Þáttur: Sex and the Biddy Talaði inn á |
2012 | The Mentalist | Gloria Williams | Þáttur: At First Blush |
2012 | Harry´s Law | Maisie Joyce | Þáttur: Class War |
2005-2012 | Desperate Housewives | Karen McCluskey | 89 þættir |
2012 | Chasing the Hill | Geri White | Þáttur: Awesomeness Is a Warm Gun |
Leikhús
breyta
|
|
Verðlaun og tilnefningar
breytaCharacter and Morality in Entertainment-verðlaunin
- 2005: Camie verðlaunin fyrir Secret Santa ásamt leikhópi, leikstjóra og handritshöfundi.
Emmy-verðlaunin
- 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki fyrir Desperate Housewives.
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki fyrir Desperate Housewives.
- 2008: Verðlaun sem besta leikkona í gestahlutverki fyrir Desperate Housewives.
- 2005: Verðlaun sem besta leikkona í gestahlutverki fyrir Desperate Housewives.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2008: Tilnefnd sem besti leikhópur í gamanseríu fyrir Desperate Housewives.
- 2007: Tilnefnd sem besti leikhópur í gamanseríu fyrir Desperate Housewives.
Tilvísanir
breyta- ↑ Ævisaga og ferill Kathryn Joosten á heimasíðu hennar
- ↑ Ævisaga og ferill Kathryn Joosten á heimasíðu hennar
- ↑ Ævisaga Kathryn Joosten á IMDB síðunni
- ↑ Ævisaga og ferill Kathryn Joosten á heimasíðu hennar
- ↑ „„'Desperate Housewives' actress has lung cancer"“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2010. Sótt 6. júní 2012.
- ↑ „„'Desperate Housewives' actress has lung cancer"“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2010. Sótt 6. júní 2012.
- ↑ Interview with Desperate Housewives' Kathryn Joosten Geymt 27 ágúst 2013 í Wayback Machine, MetroSeeker.com, Skoðað 12. mars 2012.
- ↑ Fréttatilkynning á Eonline.com um andlát Kathryn Joosten, 2. júní 2012
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Kathryn Joosten“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. júní 2012.
- Kathryn Joosten á IMDb
- Heimasíða Kathryn Joosten
- Leikhúsferill Kathryn Joosten á heimasíðu hennar