Stjórnlagaþing á Íslandi 2011
Stjórnlagaþing á Íslandi 2011, síðar endurskilgreint og nefnt Stjórnlagaráð, er hluti af því ferli að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Á undan stjórnlagaþinginu var haldinn þjóðfundur sem var ætlað að leggja línurnar um vilja þjóðarinnar varðandi ýmis gildi fyrir Stjórnlagaþingið. Eftir að Hæstiréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings á Íslandi 2010 ólögmætar var heiti þingsins breytt í Stjórnlagaráð og sömu mönnum boðin seta í því og hlutu kosningu til stjórnlagaþingsins, að sumra sögn til að fara á svig við úrskurð Hæstaréttar.
Stjórnlagaráð skilaði frumvarpi að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 27. júlí 2011.
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Heimasíða stjórnlagaráðs
- Stjórnlagaþing.is Geymt 11 janúar 2011 í Wayback Machine
- Stjórnarskrárfélagið býður fram fróðleik og umræður um stjórnarskrá
- Samfélagssáttmáli.is - Stjórnlagaþing Geymt 21 nóvember 2010 í Wayback Machine
- „Hver drap nýju stjórnarskrána“; grein af stundinni.is 2015