Svartur á leik
- Þessi grein fjallar um kvikmyndina „Svartur á leik“, en getur einnig átt við samnefnda skáldsögu Stefáns Mána.
Svartur á leik er íslensk glæpamynd frá árinu 2012 sem Óskar Þór Axelsson leikstýrði og skrifaði. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Damon Younger og Jóhannes Haukur Jóhannesson fara með aðalhlutverkin í myndinni sem er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Stefán Mána. Myndin fjallar um fíkniefnaverslun í Reykjavík og á sér stað á miðjum tíunda áratugnum. Margir erlendir aðilar komu að framleiðslu myndarinnar og voru bæði Chris Briggs og Nicolas Winding Refn framleiðendur. Framleiðslufyrirtækin Zik Zak og Filmus stóðu að gerð myndarinnar.[2]
Svartur á leik | |
---|---|
Svartur á leik | |
Leikstjóri | Óskar Þór Axelsson |
Handritshöfundur | Óskar Thór Axelsson |
Byggt á | Svartur á leik eftir Stefán Mána |
Framleiðandi | Arnar Knútsson Skúli Malmquist |
Leikarar | Steinn Ármann Magnússon Sveinn Geirsson |
Tónlist | Frank Hall |
Fyrirtæki | Zik Zak og Filmus |
Dreifiaðili | Sena |
Frumsýning | 2. mars 2012 23. ágúst 2012 |
Lengd | 100 mín. |
Tungumál | íslenska enska |
Aldurstakmark | Bönnuð innan 16 |
Ráðstöfunarfé | 150.000.000 kr.[1] |
Söguþráður
breytaSvartur á leik gerist á þeim ótryggu tímum þegar undirheimar Reykjavíkur eru að stækka og verða hættulegri á miðjum tíunda áratugnum. Áhorfendur fylgjast með upprisu og falli í hópi karaktera; Stebba, venjulegum manni sem flækist inn í eiturlyfjaheiminn í gegnum vin sinn frá barnæsku, Tóta. Tóti starfar sem handrukkari fyrir Jóa Faró, stærsta eiturlyfjabarón landsins síðan á 7. áratugnum. Tóti ásamt Bruno yfirtaka rekstur Jóa og breyta eiturlyfjamarkaðinum. Í byrjun myndar stendur Stebbi frammi fyrir því að fá á sig ákæru vegna slagsmála sem hann lenti í þegar hann var drukkinn. Hann rekst á Tóta sem bíður honum besta sakamálalögfræðing landsins ef hann kemur að vinna fyrir sig. Stuttu seinna þegar Bruno kemur frá sjálfskipaðari árs útlegð sinni erlendis, þá sér Stebbi að undir yfirborðinu liggur mikil spenna. Bruno er siðblindur og þrífst á hættu og glæpum. Tóti er hins vegar í tenglum við raunveruleikann og vill einungis reka fyrirtæki með hagnaði. Innrivalda togstreita byrjar og Stebbi er fastur í miðjunni. Sagan er sögð frá sjónarhóli Stebba og fer fyrri helmingur myndarinnar fram og tilbaka á milli Stebba, sem er að læra tökin og verða meðlimur klíkunnar með ágætis framahorfur, og baksögu Tóta og upphafs klíkunnar. Í seinni helmingnum hefur Bruno komið aftur og klíkan byrjuð að brotna niður. Endar það með því að Stebbi finnur sig fastan á milli steins (Tóta) og sleggju (Brúnó).[3]
Leikendur
breyta- Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem Stebbi Psycho
- Jóhannes Haukur Jóhannesson sem Tóti
- Damon Younger sem Brúnó
- María Birta sem Dagný
- Vignir Rafn Valþórsson sem Robbi rotta
- Egill Einarsson sem Sævar K
- Björn Jörundur Friðbjörnsson sem Óskar tattoo
- Ísak Hinriksson sem Nóri litli
- Andri Már Birgisson sem Rósi
- Þór Jóhannesson sem Eddi Krueger
- Rúnar Freyr Gíslason sem Árni Jónsson RLR
- Hilmar Jónsson sem Konráð Geirsson RLR
- Þröstur Leó Gunnarsson sem Jói Faraó
- Steinn Ármann Magnússon sem Einar Skakki
- Sveinn Geirsson sem Viktor lögfræðingur
Framleiðsla
breytaÁrið 2005 festu kvikmyndafyrirtækin Zik Zak og Filmus kaup á kvikmyndaréttinum að bókinni og stóð þá fyrst til að fá Stefán Mána til þess að skrifa handritið.[4] Óskar Þór tók þó seinna yfir starf handritshöfunds og var árið 2008 valinn leikstjóri kvikmyndarinnar. Svartur á leik tók rúm sjö ár í framleiðslu og reyndist fjármögnun erfið. Andri Sveinsson og Heiðar Guðjónsson voru aðalfjárfestar myndarinnar en hún hlaut einnig 64 milljón króna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands. Í byrjun ársins 2009 fór Axel Þór að velja í aðalhlutverk myndarinnar og voru prufur auglýstar nemendum Listaháskóla Íslands.[5] Í undirbúningi fyrir hlutverk sitt í myndinni fór Jóhannes Haukur Jóhannesson í heilsuátak og réð sér einkaþjálfara og hóf að stunda líkamsrækt sex sinnum í viku.[6] Þorvaldur Davíð Kristjánsson var valinn í hlutverk Stebba en Stefán Máni, höfundur bókarinnar, sagðist alltaf hafa séð hann fyrir sér sem persónuna.[7]
Heimildir
breyta- ↑ Freyr Bjarnason (13. mars 2012), Höfðu ekki efni á því að auglýsa og notuðu því samfélagsmiðla, Fréttablaðið
- ↑ 22. mars 2010, Hostel framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd, Vísir
- ↑ Söguþráður, Kvikmyndir.is
- ↑ 23. apríl 2005, Svartur á leik eftir Stefán Mána kvikmynduð, Morgunblaðið
- ↑ 13. febrúar 2009, Manna undirheima Geymt 14 febrúar 2009 í Wayback Machine, DV
- ↑ 14. apríl 2011, Jóhannes Haukur orðinn helmassaður[óvirkur tengill], DV
- ↑ 11. desember 2009, Þorvaldur er Stebbi Psycho, Fréttablaðið