Neil Armstrong

Bandarískur geimfari og fyrsti maðurinn á tunglinu

Neil Armstrong (5. ágúst 193025. ágúst 2012) var bandarískur geimfari og flugmaður. Hann er þekktastur fyrir að vera fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Það gerði hann í annarri og síðustu geimferð sinni, með Apollo 11 þann 20. júlí 1969. Hann varði, ásamt Buzz Aldrin tveimur og hálfri klukkustund á yfirborði tunglsins á meðan Michael Collins var á sporbraut fyrir ofan.

Neil Armstrong
Neil Armstrong fyrir Apollo 11 ferðina.
Neil Armstrong fyrir Apollo 11 ferðina.
Fæddur 5. ágúst 1930(1930-08-05)
Wapakoneta, Ohio, Bandaríkjunum
Látin(n) 25. ágúst 2012 (82 ára)
Tími í geimnum 8 dagar, 14 klukkustundir, 12 mínútur og 31 sekúnda
Verkefni Gemini 8 og Apollo 11

Æfingar á Íslandi breyta

Aðalgrein: Æfingar tunglfara í Þingeyjarsýslum

Árið 1967 kom Neil Armstrong til Íslands til þjálfunar í vettvangsjarðfræði í Þingeyjarsýslum undir leiðsögn jarðfræðinganna Sigurðar Þórarinssonar og Guðmundar Sigvaldasonar. Armstrong nýtti ferðina einnig til að veiða í Laxá í Aðaldal ásamt félaga sínum Bill Anders. Myndir og munir frá æfingum geimfaranna eru til sýnis í Könnunarsögusafninu á Húsavík.

Tenglar breyta