Jean Giraud
Jean Henri Gaston Giraud (8. maí 1938 – 10. mars 2012), einnig þekktur undir höfundarnöfnunum Mœbius og Gir, var franskur myndasöguhöfudur. Hann varð fyrst þekktur fyrir myndasögurnar um Blástakk (Blueberry) sem hann samdi ásamt belgíska rithöfundinum Jean-Michel Charlier. Eftir tíu ára útgáfuhlé náði hann aftur vinsældum fyrir vísindaskáldsögur undir nafninu Mœbius í stíl sem var talsvert ólíkur fyrri verkum hans. Hann samdi þá meðal annars Arzach og L'Incal í samstarfi við Alejandro Jodorowsky. Nokkrar af myndasögum Giraud í vísindaskáldsögustíl hafa komið út á íslensku á vegum Frosks útgáfu, þar með talið L'Incal og Le Monde d'Edena.