Forsetakjör á Íslandi 2012

Forsetakjör á Íslandi 2012 fór fram laugardaginn 30. júní 2012.[1] Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, sigraði með með 52,78% fylgi.[2] Hann er fyrsti forseti Íslands sem hefur setið lengur en fjögur kjörtímabil. Þetta var fyrsta forsetakjörið eftir bankahrunið á Íslandi haustið 2008. Í forsetakjörinu 2008 var Ólafur sjálfkjörinn í embættið þar sem enginn annar bauð sig fram.

Híbýli forseta Íslands eru á Bessastöðum.

Aldrei höfðu fleiri forsetaframbjóðendur boðið sig fram. Í forsetakjörinu 1980 og 1996 buðu fjórir sig fram en nú buðu fram sex einstaklingar, þrír karlmenn og þrjár konur: Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason, Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir.

Frambjóðendur

breyta

Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, tilkynnti um framboð sitt 4. mars 2012.[3] Samkvæmt könnun sem hópurinn „Betri valkost á Bessastaði“ lét gera í mars vildu nærri tveir af hverjum þremur fá nýjan forseta.[4] Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í lögfræði, lýsti yfir framboði 2. apríl 2012.[5] Hannes Bjarnason lýsti einnig yfir framboði þann 29. mars 2012.[6] Eftir að hafa tekið sér umhugsunarfrest lýsti fjölmiðlakonan Þóra Arnórsdóttir því yfir að hún hygðist bjóða sig fram.[7][8] Ari Trausti Guðmundsson lýsti yfir framboði í apríl.[9] Andrea Jóhanna Ólafsdóttir tilkynnti um forsetaframboð sitt þann 1. maí, á degi verkalýðsins.

Ólafur Ragnar Grímsson

breyta

DV fjallaði um hlut Ólafs Ragnars Grímsonar í „útrásinni“ íslensku, svokölluðu, í aðdraganda hrunsins.[10] Ólafur mætti í útvarpsviðtal í Sprengisandi á Bylgjunni 14. maí þar sem hann gagnrýndi fréttaflutning DV, fréttaflutning Svavars Halldórssonar, eiginmanns Þóru, um forsetakosningarnar og nefndi væntanlegar breytingar á kvótakerfinu sem gott dæmi um málefni sem vísa ætti í þjóðaratkvæðagreiðslu.[11] Strax eftir viðtalið opnaði Ólafur kosningamiðstöð sína á Laugavegi og þangað komu blaðamenn DV. Blaðamenn DV vildu skýringar á ásökunum sem Ólafur hafði sett fram, úr urðu nokkrar deilur.[12]

Þóra Arnórsdóttir

breyta

Í umræðu í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna var nokkuð fjallað um þá staðreynd að Þóra Arnórsdóttir hefði átt von á barni rétt fyrir kosningar eða 8. maí.[13]

Mögulegir frambjóðendur

breyta

Ástþór Magnússon tilkynnti framboð sitt í þriðja sinn[14] en 1. júní var það dæmt ógilt að mati innanríkisráðuneytisins.[15] Elín Hirst, fjölmiðlakona, íhugaði framboð en staðfesti síðar að hún hygðist ekki bjóða sig fram.[16] Stefán Jón Hafstein ýjaði að framboði.[17] Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagðist vera að íhuga framboð mjög alvarlega.[18] Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands íhugaði einnig framboð en gaf út yfirlýsingu um að hún færi ekki fram.[19] S. Valentínus Vagnsson, maður sem sprengdi sprengju við Stjórnarráð Íslands í janúar 2012 í mótmælaskyni, sagði í blaðaviðtali að hann hygðist tilkynna um framboð sitt.[20] Jón Lárusson lögreglumaður lýsti yfir því yfir í janúar að hann ætlaði að bjóða sig fram [21] en tilkynnti 15. maí að hann drægi framboð sitt til baka þar sem hann náði ekki að safna þeim undirskriftum sem til þarf.[22]

Skoðanakannanir

breyta
Nafn 11.-12. apríl[23] 26. apríl[24] 14.-20. júní[25] 28. júní[26]
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir - - 1,6% 2,5%
Ari Trausti Guðmundsson - 11,5% 10,5% 9,3%
Ástþór Magnússon 1,5% 0,8% - -
Hannes Bjarnason 0,4% 0,3% 0,8% 0,5%
Herdís Þorgeirsdóttir 2,9% 3% 5,3% 3,4%
Jón Lárusson 1,2% 0,6% - -
Ólafur Ragnar Grímsson 46% 34,8% 44,8% 50,8%
Þóra Arnórsdóttir 46,5% 49% 37,0% 33,6%

Fyrstu skoðanakannanirnar sem framkvæmdar voru um fylgi forsetaframbjóðendanna gáfu til kynna að Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson fengju mest fylgi. Ari Trausti Guðmundsson fékk einnig nokkuð fylgi.[24]

Úrslit

breyta
 
FrambjóðandiAtkvæði%
Ólafur Ragnar Grímsson84.03652,78
Þóra Arnórsdóttir52.79533,16
Ari Trausti Guðmundsson13.7648,65
Herdís Þorgeirsdóttir4.1892,63
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir2.8671,80
Hannes Bjarnason1.5560,98
Samtals159.207100,00
Gild atkvæði159.20797,52
Ógild atkvæði5300,32
Auð atkvæði3.5142,15
Heildarfjöldi atkvæða163.251100,00
Kjósendur á kjörskrá235.74369,25
Heimild: Hagstofa Íslands


Fyrir:
2008
Forsetakjör á Íslandi Eftir:
2016

Tilvitnanir

breyta
 1. Auglýsing um framboð og kjör forseta Íslands, Forsætisráðuneytið 20. mars 2012
 2. Lokatölur yfir landið: Ólafur 52,78%, Visir.is. Skoðað 2. júlí 2012
 3. Ólafur Ragnar vill vera forseti áfram Geymt 6 mars 2012 í Wayback Machine, 4. mars 2012
 4. Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta, Vísir.is 24. mars 2012
 5. „Herdís Þorgeirsdóttir er skapstór baráttukona“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. apríl 2012. Sótt 2. apríl 2012.
 6. „Hannes vill verða forseti: Vill skapa betra samfélag“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2012. Sótt 2. apríl 2012.
 7. Þóra Arnórs íhugar forsetaframboð
 8. Yfirlýsing frá Þóru Arnórsdóttur um framboð til forseta Íslands
 9. Ari Trausti íhugar forsetaframboð; Ari Trausti ætlar í framboð
 10. „„Var embætti forseta Íslands misnotað í þágu útrásarinnar?". Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2012. Sótt 16. apríl 2012.
 11. Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson á Sprengisandi[óvirkur tengill]
 12. Ólafur Ragnar í ham: „Ertu komin til að koma í deilur?“ Geymt 16 júní 2012 í Wayback Machine; Ólafur tekur blaðamann DV á beinið – „Ef þú sérð það ekki sjálf þá get ég ekki læknað þig“ Geymt 24 júní 2016 í Wayback Machine
 13. Ekkert óeðlilegt að fæða barn í kosningabaráttu Geymt 7 apríl 2012 í Wayback Machine; Forsetaframboð. Börn. Ólétt.
 14. Framboð til forseta í þriðja sinn
 15. Forsetaframboð Ástþórs ógilt, mbl.is 1. júní 2012
 16. Elín Hirst horfir til Bessastaða; Elín Hirst gefur ekki kost á sér
 17. Stefán Jón: Auðvitað vil ég gera gagn
 18. Salvör íhugar forsetaframboð
 19. Kristín íhugar framboð; Kristín ekki í forsetaframboð
 20. „Sprengjumaður vill verða forseti“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. apríl 2012. Sótt 27. apríl 2012.
 21. Jón Lárusson í forsetaframboð, 9. janúar 2012
 22. Jón dregur framboðið til baka
 23. 22 prósent óákveðin – Þóra og Ólafur jöfn
 24. 24,0 24,1 Þóra mælist með mest fylgi; Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 26. apríl 2012
 25. Þjóðarpúlsinn. Forsetaframboð. Sótt 27. júní 2012
 26. „Ólafur Ragnar með 50,8%“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2012. Sótt 30. júní 2012.

Tenglar

breyta