Meles Zenawi
Meles Zenawi Asres (8. maí 1955 – 20. ágúst 2012), fæddur undir nafninu Legesse Zenawi Asres, var eþíópískur stjórnmálamaður sem stýrði Eþíópíu frá endalokum eþíópísku borgarastyrjaldarinnar til dauðadags, fyrst sem forseti (1991-1995) og síðan sem forsætisráðherra (1995-2012). Meles var leiðtogi Þjóðfrelsishreyfingar Tígra, sem var einn fjögurra aðildarflokka í Lýðræðis- og byltingarhreyfingu eþíópísku þjóðarinnar.
Meles Zenawi መለስ ዜናዊ | |
---|---|
Forsætisráðherra Eþíópíu | |
Í embætti 23. ágúst 1995 – 20. ágúst 2012 | |
Forseti | Negasso Gidada Girma Wolde-Giorgis |
Forveri | Tamrat Layne |
Eftirmaður | Hailemariam Desalegn |
Forseti Eþíópíu | |
Í embætti 28. maí 1991 – 22. ágúst 1995 | |
Forsætisráðherra | Tesfaye Dinka Tamirat Layne |
Forveri | Tesfaye Gebre Kidan (starfandi) |
Eftirmaður | Negasso Gidada |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 8. maí 1955 Adúa, Tígre-héraði, Eþíópíu |
Látinn | 20. ágúst 2012 (57 ára) Brussel, Belgíu |
Dánarorsök | Heilabólga |
Stjórnmálaflokkur | Þjóðfrelsishreyfing Tígra Lýðræðis- og byltingarhreyfing eþíópísku þjóðarinnar |
Maki | Azeb Mesfin |
Börn | 3 |
Æviágrip
breytaMeles Zenawi fæddist í Tígraí-héraðinu á tíma eþíópíska keisaradæmisins. Hann gekk í Grunnskóla drottningarinnar af Saba og Skóla Wingate hershöfðingja í Addis Ababa og lauk grunnnámi sínu árið 1972. Sama ár hóf hann nám við læknisfræðideild Háskólans í Addis Ababa. Hann hætti námi tveimur árum síðar til að ganga til liðs við Þjóðfrelsishreyfingu Tígra, skæruliðahreyfingu í norðurhluta Eþíópíu sem barðist gegn kommúnísku einræði Derg-stjórnarinnar. Árið 1979 var hann kjörinn leiðtogi stjórnarnefndar hreyfingarinnar og síðan forseti framkvæmdastjórnar hennar. Árið 1989 varð hann forseti Þjóðfrelsishreyfingarinnar og leiðtogi Lýðræðis- og byltingarhreyfingar eþíópísku þjóðarinnar, bandalags hennar við þrjá aðra flokka.
Eftir að Derg-stjórnin leið undir lok þann 28. maí árið 1991 varð Meles Zenawi forseti bráðabirgðastjórnar Eþíópíu til ársins 1995.[1] Hann hóf margvíslegar umbætur á stjórnkerfi landsins, meðal annars með því að leyfa starfsemi stjórnmálaflokka, innleiða trúfrelsi, halda lýðræðislegar kosningar og einkavæða tiltekna iðnaði. Stjórnartíð hans markaðist einnig af aðskilnaði Eritreu frá Eþíópíu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1993 og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár árið 1994 sem gerði Eþíópíu formlega að lýðræðislegu sambandslýðveldi. Stjórnskipan landsins var skipt upp milli héraða sem afmörkuð voru á milli þjóðernishópa.
Eftir kosningar árið 1995 varð Meles formlega forsætisráðherra landsins þann 23. ágúst. Hann var endurkjörinn árin 2000, 2005 og 2010.[2] Frá 6. júní 2007 var Meles jafnframt forseti Nýs þróunarsamstarfs Afríkuríkja (NEPAD).
Meles lést þann 20. ágúst árið 2012 eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæslu á Saint-Luc-háskólasjúkrahúsið í Woluwe-Saint-Lambert á stórborgarsvæði Brussel í Belgíu.[3][4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Amimo, Uduak (10. ágúst 2005). „Profile: Ethiopian leader Meles Zenawi“. BBC News. BBC. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2005. Sótt 27. nóvember 2020.
- ↑ Meles Zenawi, le « dernier empereur d'Éthiopie », Le Figaro, 21 ágúst 2012.
- ↑ Mort du premier ministre éthiopien, Le Figaro, 21. ágúst 2012.
- ↑ „Ethiopian PM Meles Zenawi dies after illness“. BBC News. 20.ágúst 2012. Sótt 27. nóvember 2020.
Fyrirrennari: Tesfaye Gebre Kidan (starfandi) |
|
Eftirmaður: Negasso Gidada | |||
Fyrirrennari: Tamrat Layne |
|
Eftirmaður: Hailemariam Desalegn |