1975
ár
(Endurbeint frá Ágúst 1975)
Árið 1975 (MCMLXXV í rómverskum tölum) var 75. ár 20. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu. Árið var lýst ár kvenna af Sameinuðu þjóðunum og arkitektúrverndarárið af Evrópuráðinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- Tölvan Altair 8800 var fyrst kynnt í janúarhefti tímaritsins Popular Electronics og hratt örtölvubyltingunni af stað.
- 5. janúar - Málmflutningaskipið Lake Illawarra rakst á Tasmanbrúna í Tasmaníu með þeim afleiðingum að sjö skipverjar og fimm ökumenn létust.
- 11. janúar - Sojús 11 lagði að geimstöðinni Saljút 4 þar sem áhafnarmeðlimir settu síðan met í lengd dvalar í geimnum.
- 13. janúar - Guðmundur Sigurjónsson náði stórmeistaratitli í skák, annar Íslendinga.
- 14. janúar - Samningur um skráningu hluta sem varpað er í himingeiminn var undirritaður.
- 17. janúar - Kínverska þingið kom saman í fyrsta sinn í tíu ár. Zhou Enlai var endurkjörinn forsætisráðherra og Deng Xiaopeng kjörinn varaforseti.
- 24. janúar - Djasspíanistinn Keith Jarrett lék Kölnarkonsertinn sem varð síðar mest selda hljómplata allra tíma með píanóeinleik.
- 25. janúar - Sheikh Mujibur Rahman lýsti yfir neyðarástandi í Bangladess. Skömmu síðar voru allir stjórnmálaflokkar, aðrir en Awami-bandalagið, bannaðir.
- 29. janúar - Weather Underground gerði sprengjuárás á utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna
Febrúar
breyta- 4. febrúar - Yfir 2000 létust í jarðskjálfta í Haicheng í Kína.
- 9. febrúar - Sojús 11 sneri aftur til jarðar.
- 10. febrúar - Evrópuráðið gaf út Jafnlaunatilskipunina.
- 10. febrúar - Isabel Perón gaf hernum leyfi til að nota öll meðul til að brjóta á bak aftur andstöðu í Tucumán í Argentínu.
- 11. febrúar - Margaret Thatcher var kjörin formaður Breska íhaldsflokksins.
- 13. febrúar - Rauf Denktaş lýsti yfir stofnun Tyrkneska sambandsríkisins Kýpur.
- 17. febrúar - Fyrsta hljómplata AC/DC, High Voltage, kom út.
- 18. febrúar - Þjóðfrelsishreyfing Tígra stofnuð í Eþíópíu.
- 25. febrúar - Ragnhildur Helgadóttir var fyrst kvenna kosin forseti Norðurlandaráðs á þingi þess sem haldið var í Reykjavík.
- 27. febrúar - Hornstrandir norðan og vestan Skorarheiðar í Norður-Ísafjarðarsýslu voru friðlýstar.
Mars
breyta- 5. mars - Homebrew Computer Club hélt sinn fyrsta fund í Menlo Park, Kaliforníu. Einn viðstaddra var Steve Wozniak.
- 6. mars - Íran og Írak gerðu með sér Alsírsáttmálann sem batt endi á landamæradeilur ríkjanna.
- 7. mars - Mannbjörg varð er flutningaskipið Hvassafell strandaði á Skjálfanda.
- 21. mars - Flokkurinn Inkatha var stofnaður í Suður-Afríku.
- 24. mars - Varðskipið Týr kom til landsins.
- 25. mars - Vatnsfjörður í Barðastrandarsýslu var friðlýstur, um 100 km² lands.
- 25. mars - Faisal konungur var skotinn til bana af frænda sínum, Faisal bin Musaid.
Apríl
breyta- 3. apríl - Bobby Fischer neitaði að tefla við Anatólíj Karpov og lét honum þannig eftir heimsmeistaratitil sinn.
- 4. apríl - Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft.
- 13. apríl - Forseti Tsjad, François Tombalbaye, var myrtur í herforingjauppreisn sem Félix Malloum leiddi gegn honum.
- 14. apríl - Söngleikurinn Chorus Line var frumsýndur á Shakespearehátíð í New York-borg.
- 16. apríl - Hosni Mubarak var skipaður varaforseti Egyptalands.
- 17. apríl - Rauðu kmerarnir náðu höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, á sitt vald.
- 19. apríl - Siglingaklúbburinn Þytur var stofnaður í Hafnarfirði.
- 24. apríl - Sex meðlimir Baader-Meinhof-gengisins hertóku sendiráð Vestur-Þýskalands í Svíþjóð og kröfðust lausnar fanga.
- 30. apríl - Fall Saigon: Duong Van Minh, forseti Suður-Víetnam, lýsti yfir uppgjöf.
Maí
breyta- 3. maí - Mao Zedong gagnrýndi fjórmenningagengið opinberlega.
- 10. maí - Sony setti Betamax-myndbandstækið á markað í Japan.
- 11. maí - Um 75.000 manns fögnuðu lokum Víetnamstríðsins í Central Park í New York-borg.
- 16. maí - Konungsríkið Sikkim í Himalajafjöllum varð 22. fylki Indlands.
- 24. maí - Sojús 18 hélt út í geim og lagði að geimstöðinni Saljút 4 næsta dag.
- 28. maí - Fimmán Vestur-Afríkuríki stofnuðu Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja.
Júní
breyta- 5. júní - Súesskurðurinn var opnaður aftur í fyrsta sinn eftir Sex daga stríðið átta árum fyrr.
- 7. júní - Gríska þingið samþykkti að afnema konungsríkið og stofna lýðveldi.
- 11. júní - Ný löggjöf um fóstureyðingar tók gildi á Íslandi og urðu þá fóstureyðingar löglegar við sérstakar aðstæður.
- 12. júní - Dómstóll á Indlandi komst að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra landsins, Indira Gandhi, hefði komist á þing vegna spillingar og mætti því ekki gegna opinberu embætti.
- 17. júní - Íbúar Norður-Maríanaeyja samþykktu að ganga inn í Bandaríkin.
- 25. júní - Mósambík lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.
- 29. júní - Kanadísku umhverfisverndarsamtökin Greenpeace Foundation hófu sínar fyrstu aðgerðir gegn sovéskum hvalveiðiskipum. Meðal þátttakenda var Paul Watson.
Júlí
breyta- 1. júlí - Samningur um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu gekk í gildi eftir að 10. ríkið undirritaði hann.
- 1. júlí - Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir að ARPANET væri orðið virkt.
- 5. júlí - Grænhöfðaeyjar fengu sjálfstæði frá Portúgal.
- 6. júlí - Þing Kómoreyja samþykkti að lýsa yfir sjálfstæði frá Frakklandi.
- 9. júlí - Borgarastyrjöldin í Angóla hófst.
- 12. júlí - Saó Tóme og Prinsípe fengu sjálfstæði frá Portúgal.
- 17. júlí - Mannað Appollógeimfar tengdist mönnuðu Sojúsgeimfari á braut um jörðu.
- 23. júlí - MITS fær tíu ára einkaleyfi á notkun fyrsta hugbúnaðar Microsoft, Altair BASIC.
- 24. júlí - Filippseyjar og Taíland lýstu því yfir að Suðaustur-Asíubandalagið (SEATO) yrði lagt niður.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Helsinkisamþykktirnar um landamæri Evrópuríkja og mannréttindi voru gerðar á fundi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í Finnlandi.
- 3. ágúst - Franskur ævintýramaður, Bob Denard, velti forseta Kómoreyja úr stóli með aðstoð málaliða.
- 8. ágúst - Banqiao-stíflan í Kína gaf sig með þeim afleiðingum að 26 þúsund manns drukknuðu og ellefu milljónir misstu heimili sín.
- 15. ágúst - Sheikh Mujibur Rahman var myrtur ásamt fjölskyldu sinni í valdaráni í Bangladess þar sem Khondaker Mostaq Ahmad tók við forsetaembættinu.
- 15. ágúst - Sexmenningarnir frá Birmingham voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárásir í Birmingham árið áður. Þeir voru hreinsaðir af sökum árið 1991.
- 20. ágúst - NASA sendi könnunargeimfarið Viking 1 í átt til Mars.
- 23. ágúst - Skæruliðar Pathet Lao fóru sigurför inn í höfuðborg Laos og komu á kommúnistastjórn í landinu.
- 26. ágúst - Furstinn af Barein leysti upp þing landsins og kom aftur á einræði.
- 30. ágúst - Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það tók gildi.
September
breyta- 1. september - Concorde-þota fór fyrst flugvéla fjórum sinnum yfir Atlantshafið á einum degi.
- 5. september - Lynette Fromme reyndi að myrða Bandaríkjaforseta, Gerald Ford, í Sacramento í Kaliforníu.
- 8. september - Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri Vísis, og fleiri starfsmenn þaðan stofnuðu Dagblaðið.
- 12. september - Þörungaverksmiðjan á Reykhólum tók til starfa.
- 16. september - Papúa-Nýja Gínea fékk sjálfstæði frá Ástralíu.
- 18. september - Patricia Hearst var handtekin í San Francisco.
- 18. september - Siglingafélagið Snarfari var stofnað í Reykjavík.
- 22. september - Sara Jane Moore reyndi að myrða Bandaríkjaforseta, Gerald Ford, í San Francisco.
- 26. september - Kvikmyndin The Rocky Horror Picture Show var frumsýnd í Los Angeles.
Október
breyta- 1. október - Gilbert- og Elliseyjar klofnuðu rétt áður en þær fengu sjálfstæði frá Bretlandi. Gilberteyjar urðu síðan Kíribatí og Elliseyjar Túvalú.
- 1. október - Marokkó og Máritanía gerðu leynilegt samkomulag um að skipta Vestur-Sahara milli sín.
- 4. október - Fyrsti fjölbrautaskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, hóf starfsemi.
- 11. október - Fyrsti þátturinn af Saturday Night Live fór í loftið hjá NBC.
- 13. október - 5000 maoríar gengu til Wellington til að krefjast þess að fá land sitt aftur.
- 15. október - Lög um útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur tók gildi og þorskastríð hófst við Breta.
- 16. október - Fimm ástralskir blaðamenn voru myrtir þegar Indónesíuher gerði innrás í Austur-Tímor.
- 24. október - Kvennafrídagurinn 1975: Þúsundir íslenskra kvenna lögðu niður vinnu á degi Sameinuðu þjóðanna.
Nóvember
breyta- 6. nóvember - Græna gangan: 300.000 sjálfboðaliðar gengu frá Marokkó til Vestur-Sahara til stuðnings við tilkall Marokkó til þessarar fyrrum nýlendu Spánar.
- 11. nóvember - Angóla fékk sjálfstæði frá Portúgal.
- 14. nóvember - Spánverjar hurfu frá Vestur-Sahara.
- 15. nóvember - Norræni fjárfestingarbankinn var stofnaður á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi.
- 22. nóvember - Jóhann Karl 1. tók við sem þjóðhöfðingi á Spáni eftir lát Franciscos Franco.
- 25. nóvember - Súrínam fékk sjálfstæði frá Hollandi.
- 28. nóvember - Portúgalska Tímor lýsti yfir sjálfstæði sem Austur-Tímor.
Desember
breyta- 1. desember - Reykjanesfólkvangur var stofnaður.
- 2. desember - Skæruliðar Pathet Lao tóku við stjórnartaumunum í Laos.
- 6. desember - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Svarti laugardagurinn þegar 200 líbanskir múslimar voru myrtir í hefndarskyni fyrir morð á fjórum kristnum mönnum.
- 7. desember - Indónesía gerði innrás í Austur-Tímor.
- 8. desember - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Kristnir og íslamskir herflokkar hertóku hótel og aðrar háar byggingar til að skjóta frá eldflaugum og fallbyssuskotum.
- 9. desember - Sameinuðu þjóðirnar samþykktu Yfirlýsingu um réttindi fatlaðra.
- 10. desember - Skæruliðasamtökin Polisario hófu vopnaða baráttu við hernámslið Marokkó og Máritaníu í Vestur-Sahara.
- 17. desember - Heimsminjaskrá UNESCO tók gildi þegar 20 ríki höfðu undirritað hana.
- 20. desember - Kröflueldar hófust með hraungosi á sprungu við Leirhnjúk. Gosið stóð með hléum til 18. september 1984.
- 21. desember - Sex manna hópur palestínskra skæruliða, þar á meðal Sjakalinn Carlos, tóku orkumálaráðherra 13 OPEC-ríkja í gíslingu í Vínarborg.
- 21. desember - Samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf sem var undirrituð í Ramsar í Íran 1971 tók gildi.
- 24. desember - Breska þungarokksveitin Iron Maiden var stofnuð.
- 27. desember - 372 kolanámumenn létust í slysi í kolanámu í Chasnala á Indlandi.
- 28. desember - Þriðja þorskastríðið: Breska freigátan Andromeda sigldi á varðskipið Tý.
Ódagsettir atburðir
breyta- Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð.
- Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu hóf trúboð á Íslandi eftir langt hlé.
- Hljómsveitin Sex Pistols var stofnuð í London.
Fædd
breyta- 11. janúar - Timbuktu, sænskur tónlistarmaður.
- 13. janúar - Daniel Kehlmann, þýskur rithöfundur.
- 9. febrúar - Rósa Björk Brynjólfsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 18. febrúar - Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona.
- 18. febrúar - Gary Neville, enskur knattspyrnumaður.
- 7. mars - Audrey Marie Anderson, bandarísk leikkona.
- 10. mars - DJ Aligator, íranskur raftónlistarmaður.
- 12. mars - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stjórnmálamaður og formaður Miðflokksins.
- 15. mars - Eva Longoria, bandarísk leikkona.
- 27. mars - Stacy Ferguson, bandarísk söngkona.
- 2. apríl - Adam Rodríguez, bandarískur leikari.
- 6. apríl - Zach Braff, bandarískur leikari.
- 8. apríl - Stefán Pálsson, íslenskur sagnfræðingur.
- 23. apríl - Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós.
- 25. apríl - Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands.
- 27. apríl - Sigþór Júlíusson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 2. maí - David Beckham, enskur knattspyrnumaður.
- 7. maí - Árni Gautur Arason, knattspyrnumaður.
- 7. maí - Sigfús Sigurðsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 9. maí - Chris Diamantopoulos, kanadískur leikari.
- 11. maí - Coby Bell, bandarískur leikari.
- 15. maí - Andri Óttarsson, íslenskur lögfræðingur.
- 21. maí - Juuso Pykälistö, finnskur rallökumaður.
- 24. maí - Will Sasso, kanadískur leikari.
- 26. maí - Nicki Lynn Aycox, bandarísk leikkona.
- 29. maí - Sólveig Anna Jónsdóttir, íslenskur aktívisti.
- 4. júní - Angelina Jolie, bandarísk leikkona.
- 7. júní - Allen Iverson, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 25. júní - Vladimir Kramnik, rússneskur stórmeistari í skák.
- 3. júlí - Ryan McPartlin, bandarískur leikari.
- 8. júlí - Amara, indónesísk söngkona.
- 10. júlí - Stefán Karl Stefánsson, íslenskur leikari.
- 11. júlí - Jon Wellner, bandarískur leikari.
- 24. júlí - Eric Szmanda, bandarískur leikari.
- 7. ágúst - Charlize Theron, suðurafrísk leikkona.
- 15. ágúst - Steinar Bragi, rithöfundur og ljóðskáld.
- 25. ágúst - Tinna Hrafnsdóttir, íslensk leikkona.
- 9. september - Michael Bublé, kanadískur söngvari og leikari.
- 12. september - Þórunn Erna Clausen, íslensk leikkona.
- 20. september - Moon Bloodgood, bandarísk leikkona.
- 6. október - Olga Færseth, íslensk knattspyrnu- og körfuknattleikskona.
- 27. október - Aron Ralston, bandarískur fjallgöngumaður.
- 2. nóvember - Ófeigur Sigurðsson, rithöfundur og ljóðskáld.
- 12. nóvember - Jason Lezak, bandarískur sundmaður.
- 17. nóvember - Diane Neal, bandarísk leikkona.
- 17. desember - Milla Jovovich, bandarísk fyrirsæta.
- 30. desember - Haukur Gröndal, klarínett- og saxófónleikari.
- 30. desember - Tiger Woods, bandarískur atvinnumaður í golfi.
Dáin
breyta- 3. febrúar - Umm Kulthum, egypsk söngkona (f. 1900).
- 9. mars - María Maack, íslensk hjúkrunarkona (f. 1889).
- 13. mars - Ivo Andrić, júgóslavneskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1892).
- 5. apríl - Chiang Kai-shek, leiðtogi Kuomintang og forseti Taívan (f. 1887).
- 8. apríl - Brynjólfur Jóhannesson, íslenskur leikari (f. 1897).
- 17. maí - Gerður Helgadóttir, íslenskur myndhöggvari (f. 1928).
- 9. júlí - Eðvarð Sigurðsson, verkalýðsforingi og alþingismaður (f. 1910).
- 9. ágúst - Dímítríj Sjostakovítsj, rússneskt tónskáld (f. 1906).
- 22. ágúst - Guðrún frá Lundi, íslenskur rithöfundur (f. 1887).
- 27. ágúst - Haile Selassie, keisari Eþíópíu (f. 1892).
- 20. september - Saint-John Perse, franskt skáld (f. 1887).
- 7. október - Peregrino Anselmo, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 20. nóvember - Francisco Franco, spænskur einræðisherra (f. 1892).
- 21. nóvember - Gunnar Gunnarsson, íslenskur rithöfundur (f. 1889).
- 5. desember - Hannah Arendt, þýskur stjórnmálahugsuður (f. 1906).
- Eðlisfræði - Aage Niels Bohr, Ben Roy Mottelson, Leo James Rainwater
- Efnafræði - John Warcup Cornforth, Vladimir Prelog
- Læknisfræði - David Baltimore, Renato Dulbecco, Howard Martin Temin
- Bókmenntir - Eugenio Montale
- Friðarverðlaun - Andrei Dmitrievich Sakharov
- Hagfræði - Leonid Kantorovich, Tjalling Koopmans
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1975.