Andri Óttarsson (fæddur 15. maí 1975) er lögfræðingur. Hann var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá október 2006,[1] en þann 10. apríl 2009 sagði hann af sér vegna styrkjamála sem upp höfðu komið nokkrum dögum áður. Við starfi hans tók Gréta Ingþórsdóttir.[2]

Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann starfaði síðan hjá Lögmönnum við Austurvöll og varð meðeigandi í lögmannsstofunni 2004. Árið 2005 lagði hann stund á meistaranám við Raoul Wallenberg-stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð.

Tilvísanir

breyta
  1. Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri; grein í Fréttablaðinu 2006
  2. „Gréta Ingþórsdóttir verður framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins; af Eyjunni.is 10.04.2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2009. Sótt 10. apríl 2009.

Tenglar

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.