Sólveig Anna Jónsdóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) er formaður Eflingar og aðgerðasinni. Hún var formaður íslandsdeildar Attac-samtakanna og einn hinna svokölluðu nímenninga sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu 8. desember 2008 í tengslum við búsáhaldabyltinguna. Sólveig starfaði sem ómenntaður leikskólastarfsmaður hjá Reykjavíkurborg þar til hún var kjörin formaður Eflingar 2018.

Framboð til formanns stjórnar stéttarfélagsins EflingarBreyta

Sólveig tilkynnti þann 29. janúar 2018 um framboð sitt til formanns stéttarfélagsins Eflingar ásamt nýrri stjórn undir nafninu B-listinn[1] gegn frambjóðanda uppstillingarnefndar, Ingvari Vigur Halldórssyni.[2] Fráfarandi formaður Sigurður Bessason bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir að hafa gengt formensku í um tvo áratugi.[3] Var þetta í fyrsta skipti í tuttugu ára sögu Eflingar þar sem kosið var um formann.[4] Fram að því hafði verið sjálfkjörið í stjórn félagsins þar sem aldrei hafði áður komið fram mótframboð. Í kosningunum var Sólveig Anna kosinn nýr formaður með um 80% atkvæðum og hlaut B-listinn 7 af 15 stjórnarmönnum að auki.[5]

FjölskyldaBreyta

Sólveig er dóttir útvarpsþulanna fyrrverandi Jóns Múla Árnasonar og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. Hún er gift Magnúsi Sveini Helgasyni sagnfræðingi.

TilvísanirBreyta

  1. „Gefur forystunni falleinkunn“. ruv.is. Sótt 30. janúar 2018.
  2. „Hver er Ingvar Vigur Halldórsson?“. Efling stéttarfélag. Sótt 30. janúar 2018.
  3. „Ný forysta í stjórn Eflingar“. Efling stéttarfélag. Sótt 30. janúar 2018.
  4. „Sólveig og Ingvar í formannskjöri Eflingar“. ruv.is. Sótt 30. janúar 2018.
  5. „Sólveig Anna nýr formaður Eflingar“. ruv.is. Sótt 3. maí 2018.