Sólveig Anna Jónsdóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 29. maí 1975) er núverandi formaður Eflingar og aðgerðasinni. Hún var formaður Íslandsdeildar Attac-samtakanna og einn hinna svokölluðu nímenninga sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu 8. desember 2008 í tengslum við búsáhaldabyltinguna. Sólveig starfaði sem ómenntaður leikskólastarfsmaður hjá Reykjavíkurborg þar til hún var kjörin formaður Eflingar 2018.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Formaður Eflingar
Núverandi
Tók við embætti
8. apríl 2022
ForveriAgnieszka Ewa Ziółkowska (starfandi)
Í embætti
27. apríl 2018 – 31. október 2021
ForveriSigurður Bessason
EftirmaðurAgnieszka Ewa Ziółkowska (starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fædd29. maí 1975 (1975-05-29) (49 ára)
Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkur Íslands
MakiMagnús Sveinn Helgason
Börn2
ForeldrarJón Múli Árnason og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir

Formennska hjá Eflingu

breyta

Sólveig tilkynnti þann 29. janúar 2018 um framboð sitt til formanns stéttarfélagsins Eflingar ásamt nýrri stjórn undir nafninu B-listinn[1] gegn frambjóðanda uppstillingarnefndar, Ingvari Vigur Halldórssyni.[2] Fráfarandi formaður Sigurður Bessason bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir að hafa gengt formensku í um tvo áratugi.[3] Var þetta í fyrsta skipti í tuttugu ára sögu Eflingar þar sem kosið var um formann.[4] Fram að því hafði verið sjálfkjörið í stjórn félagsins þar sem aldrei hafði áður komið fram mótframboð. Í kosningunum var Sólveig Anna kosinn nýr formaður með um 80% atkvæðum og hlaut B-listinn 7 af 15 stjórnarmönnum að auki.[5]

Sólveig sagði af sér sem formaður Eflingar 31. október 2021 eftir harðvítugar deilur við starfsfólk félagsins.[6] Hún bauð sig hins vegar aftur fram til formanns þann 15. febrúar 2022 og var kjörin á ný með 52% atkvæða.[7]

Eftir að Sólveig Anna tók aftur við sem formaður Eflingar stóð hún fyrir hópuppsögnum á starfsfólki stéttarfélagsins. Uppsagnirnar voru mjög umdeildar og gagnrýnendur þeirra, þar á meðal Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, sögðu þar vera um að ræða pólitískar „hreinsanir“ innan Eflingar.[8] Sólveig hafnaði þeirri skilgreiningu og sagði uppsagnirnar vera skipulagsbreytingar væru byggðar á ítarlegri greiningarvinnu.[9]

Stjórnmálaferill

breyta

Sólveig Anna skipaði fjórða sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum árið 2021.[10] Sólveig skipaði síðan þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2024. Hún sagðist þó ekki gera ráð fyrir að ná þingsæti, heldur væri framboðið ætlað til stuðnings oddvita Sósíalista í kjördæminu, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur.[11]

Fjölskylda

breyta

Sólveig er dóttir útvarpsþulanna fyrrverandi Jóns Múla Árnasonar og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. Hún er gift Magnúsi Sveini Helgasyni sagnfræðingi.[12]

Tilvísanir

breyta
  1. „Gefur forystunni falleinkunn“. ruv.is. Sótt 30. janúar 2018.
  2. „Hver er Ingvar Vigur Halldórsson?“. Efling stéttarfélag. Sótt 30. janúar 2018.
  3. „Ný forysta í stjórn Eflingar“. Efling stéttarfélag. Sótt 30. janúar 2018.
  4. „Sólveig og Ingvar í formannskjöri Eflingar“. ruv.is. Sótt 30. janúar 2018.
  5. „Sólveig Anna nýr formaður Eflingar“. ruv.is. Sótt 3. maí 2018.
  6. „Sólveig Anna segir af sér vegna vantrausts starfsfólks“. RÚV. 1. nóvember 2021. Sótt 1. nóvember 2021.
  7. Jón Trausti Reynisson (15. febrúar 2022). „Sólveig Anna vann“. Stundin. Sótt 15. febrúar 2022.
  8. Erla María Markúsdóttir (17. apríl 2022). „Forseti ASÍ: Hægt að gera umbætur án þess að ráðast í hreinsanir“. Kjarninn. Sótt 28. apríl 2022.
  9. Sigurjón Björn Torfason (13. apríl 2022). „Sól­veig: Hóp­upp­sögnin ekki hreinsun á ó­­æski­­legu fólki“. Fréttablaðið. Sótt 28. apríl 2022.
  10. Lovísa Arnardóttir (7. ágúst 2021). „Sól­veig Anna á lista Sósíal­ista í Reykja­vík“. Fréttablaðið. Sótt 1. maí 2022.
  11. Tómas Arnar Þorláksson (22. október 2024). „Býður sig fram en reiknar ekki með sæti á þingi“. Vísir. Sótt 18. desember 2024.
  12. Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir (27. nóvember 2022). „Sólveig Anna segir erfiða upplifun síðasta vetrar hafa breytt sér – „Ég var miklu kátari en er lágstemmdari í dag og held að sú breyting sé komin til að vera". DV. Sótt 18. desember 2024.