Vatnsfjörður (Barðaströnd)

Vatnsfjörður er um níu kílómetra langur fjörður og friðland í Barðastrandarsýslu á Vestfjarðakjálkanum sunnanverðum. Hann er vestasti fjörðurinn á suðurströnd Vestfjarða. Þar er hótelið Flókalundur.

Vatnsfjörður.

Hrafna-Flóki tók land við Vatnsfjörð og nefndi landið Ísland. Landnáma segir frá að Flóki og fylgdarmenn hans hafi tekið land við Vatnsfjörð á Barðaströnd og verið þar að veiðum en ekki hugsað um að heyja til vetursins og því hafi kvikfé þeirra dáið. Vorið eftir hafi verið kalt en þá hafi Flóki gengið upp á fjall og séð norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum og því nefnt landið Ísland.

Dalurinn inn af Vatnsfirði er svo aftur kenndur við vatnið og heitir Vatnsdalur. Vatnið sjálft er síðan hringnefni og heitir Vatnsdalsvatn. Áin sem í það fellur heitir Vatnsdalsá og var stærsta og vatnsmesta áin í gömlu Vestur-Barðastrandarsýslu, en er semsagt stærsta áin um nokkurt svæði. Engin göngubrú eða brú yfirleitt er yfir Vatnsdalsá og verður ekki yfir hana komist hæglega fótgangandi nema þegar rennsli er með minnsta móti.


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.