Jason Edward Lezak (fæddur 12. nóvember 1975 í Irvine í Kaliforníu) er bandarískur sundmaður. Hann keppir í skriðsundi, auk þess sem hann á sæti í boðsundssveit Bandaríkjanna.

Jason Lezak

Lezak útskrifaðist frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara árið 1999.

  • Ólympíuleikarnir 2004
    • Brons í 4x100 metra skriðsundsboðsundi
    • Gull í 4x100 metra fjórsundsboðsundi
  • Heimsmeistari 2005 í bæði 4x100 metra skriðsunds- og fjórsundsboðsundi með bandarísku sveitinni
  • Ólympíuleikarnir 2008
    • Gull í 4x100 metra skriðsundsboðsundi
    • Brons í 100 metra skriðsundi
    • Gull í 4x100 metra fjórsundsboðsundi