Norræni fjárfestingarbankinn
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er alþjóðleg fjármálastofnun sem var stofnuð 1975 af Norðurlöndunum fimm. Eystrasaltslöndin þrjú bættust í hóp eigenda bankans 2005.
NIB fæst einkum við fjármögnun verkefna á eftirfarandi sviðum:
- Orku- og umhverfismál;
- Samgöngur, fjarskipti og aðrir innviðir;
- Iðnaður og þjónusta;
- Fjármálastofnanir og miðlun fjármagns til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn stundar lánastarfsemi bæði í eigendalöndunum og í nývaxtarlöndum.
NIB fjármagnar verkefni sem ætlað er að efla samkeppnishæfni og bæta umhverfisáhrif. Bankinn sinnir lánastarfsemi bæði innan aðildarlanda bankans og á vaxtarsvæðum í Afríku, Austurlöndum nær, Asíu, Evrópu og löndum fyrrum Sovétlýðvelda auk Suður-Ameríku. Norræni fjárfestingarbankinn aflar fjár til lánastarfsemi sinnar með lántökum á alþjóðafjármálamarkaði.
Tenglar
breyta- Vefsíða Norræna fjárfestingarbankans Geymt 29 apríl 2010 í Wayback Machine (á ensku)
- Um Norræna fjárfestingarbankann á vefsíðu hans Geymt 30 apríl 2010 í Wayback Machine (á íslensku)