Coby Bell (fæddur Coby Scott Bell, 11. maí 1975) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Third Watch og The Game.

Coby Bell
FæddurCoby Scott Bell
11. maí 1975 (1975-05-11) (48 ára)
Ár virkur1997 -
Helstu hlutverk
Jesse Porter í Burn Notice
Tyrone Davis í Third Watch
Jason Pitts í The Game

Einkalíf Breyta

Bell er fæddur og uppalinn í Orange County, Kaliforníu og stundaði nám við San Jose State háskólann. Bell fékk leiklistarbakteríuna gegnum föður sinn, Michael Bell sem er fyrrverandi Broadway leikari.[1]

Bell er giftur Aviss Pinkney-Bell og saman eiga þau fjögur börn.

Bell er sjálfboðaliði í Big Brothers of America samtökunum þar sem hann er leiðbeinandi fyrir unglinga sem eru útundan í samfélaginu.[2]

Ferill Breyta

Sjónvarp Breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Bell var árið 1997 í The Parent Hood. Hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Miami, ER og Vampírubananum Buffy. Árið 1999 var honum boðið eitt af aðalhlutverkunum í Third Watch sem lögreglumaðurinn Tyrone Davis, sem hann lék til ársins 2005. Hefur hann síðan 2006 verið einn af aðalleikurunum í The Game sem Jason Pitts.

Bell gerðist meðlimur Burn Notice í júní 2010, sem Jesse Porter og var einn af aðalleikurunum til ársins 2013 þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.[3]

Kvikmyndir Breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Bell var árið 2006 í Drifting Elegant. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Ball Don´t Lie og Dream Street.

Kvikmyndir og sjónvarp Breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2006 Drifting Elegant Renny Lyles
2007 Showdown at Area 51 Jude
2008 Ball Dont's Lie Dreadlock Man
2008 Flowers and Weeds Tyler Talaði inn á
2010 Dream Street ónefnt hlutverk sem Colby Bell
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997 The Parent Hood Devigian Þáttur: Father Wendell
1997 Vampírubaninn Buffy Ungur maður Þáttur: Reptile Boy
1997 ER Brett Nicholson Þáttur: Good Touch, Bad Touch
1997-1998 Smart Guy Anthony Davis / Garret 2 þættir
1998-1999 L.A. Doctors Patrick Owen 13 þættir
1999 ATF Fulltrúinn Dinko Bates Sjónvarpsmynd
1999-2005 Third Watch Lögreglumaðurinn Tyrone Davis 130 þættir
2005 Half & Half Glen 3 þættir
2006 Girlfriends Jason Þáttur: The Game
2007 CSI: Miami Tony Decker Þáttur: Kill Switch
2010 Archer Conway Stern Þáttur: Diversity Hire
Talaði inn á
2010 – til dags Burn Notice Jesse Porter 53 þættir
2006 – til dags The Game Jason Pitts 84 þættir

Tilvísanir Breyta

  1. „Ferill Coby Bell á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 8. maí 2012.
  2. „Ferill Coby Bell á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 8. maí 2012.
  3. „Burn Notice: USA TV Series Ending (Official)“. Sótt 10. maí 2013.

Heimildir Breyta

Tenglar Breyta