Súrínam

Hnit: 04°18′00″N 56°00′00″V / 4.30000°N 56.00000°A / 4.30000; 56.00000

Súrínam er land á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam á landamæri að Gvæjana í vestri, Frönsku Gvæjana í austri og Brasilíu í suðri. Í norðri liggur landið að Atlantshafi. Súrínam er minnsta fullvalda ríkið í Suður-Afríku þar sem það er aðeins um 165.000 ferkílómetrar að stærð. Íbúar eru rúmlega hálf milljón og búa flestir á norðurströnd landsins þar sem höfuðborgin Paramaríbó er.

Republiek Suriname
Fáni Súrínam Skjaldarmerki Súrínam
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Justitia - Pietas - Fides
(latína: Réttlæti - Trúrækni - Tryggð)
Þjóðsöngur:
God zij met ons Suriname
Staðsetning Súrínam
Höfuðborg Paramaríbó
Opinbert tungumál hollenska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Chan Santokhi
Sjálfstæði
 - frá Hollandi 25. nóvember 1975 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
90. sæti
163.821 km²
1,1
Mannfjöldi
 - Samtals (2018)
 - Þéttleiki byggðar
171. sæti
575.990
2,9/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 - Samtals 9,044 millj. dala (152. sæti)
 - Á mann 15.845 dalir (86. sæti)
VÞL (2018) Increase2.svg 0.724 (98. sæti)
Gjaldmiðill súrínamskur dalur
Tímabelti UTC-3
Þjóðarlén .sr
Landsnúmer 597

Súrínam er hitabeltisland þar sem um 80% landsins eru þakin regnskógi. Vegna þeirra er landið í plús þegar kemur að kolefnishlutleysi, það er, Súrínam bindur meira kolefni en það leysir. Efnahagur landsins byggist á námavinnslu, einkum báxíts, gulls og jarðefnaeldsneytis, auk landbúnaðar.

Súrínam var byggt ýmsum frumbyggjaþjóðum áður en Evrópumenn hófu að leggja landið undir sig á 16. öld. Hollendingar lögðu landið undir sig árið 1667 og stofnuðu þar nýlenduna Hollensku Gvæjana. Hollendingar hófu sykurframleiðslu með plantekrubúskap sem reiddi sig á þræla frá Afríku. Súrínamfélagið rak nýlenduna frá 1683 til 1795. Landið varð eitt af löndum Konungsríkisins Hollands árið 1954 og hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975. Súrínam hefur enn mikil menningarleg og efnahagsleg tengsl við Holland.

Menningarlega er Súrínam oft talið til Karíbahafslanda fremur en Suður-Ameríkulanda og landið er aðili að CARICOM. Opinbert tungumál Súrínam er hollenska, en 30% þjóðarinnar talar sranan tongo, sem er blendingsmál sem byggist á ensku. Súrínam er eina sjálfstæða ríkið utan Evrópu þar sem hollenska er opinbert mál og töluð af meirihluta íbúa. Íbúar eru af fjölbreyttum uppruna, afkomendur frumbyggja, afrískra þræla, Marona og Evrópubúa, auk verkafólks frá Hollensku Austur-Indíum, Indlandi, Kína, Maroníta frá Líbanon og Gyðinga. Súrínömsk matargerð er þannig einstök blanda matarhefða úr ólíkum áttum.

HeitiBreyta

Heiti landsins gæti verið dregið af heiti frumbyggjaþjóðar sem nefndist Surinen og bjuggu á svæðinu þegar Evrópumenn komu þangað fyrst.[1] Það gæti líka verið afbökun á heitinu Surryham sem Francis Willoughby gaf Súrínamfljóti til heiðurs jarlinum af Surrey þegar ensk nýlenda var stofnuð þar með leyfi frá Karli 2.[2][3][4]

Breskir landnemar sem stofnuðu fyrstu evrópsku nýlenduna þar, sem hét Marshall's Creek[5] meðfram Súrínamfljóti, skrifuðu heiti svæðisins sem „Surinam“.

Þegar Hollendingar tóku við stjórn svæðisins, varð það hluti af hópi nýlendna sem voru þekktar sem Hollenska Gvæjana. Opinberu heiti landsins var breytt úr „Surinam“ í „Suriname“ í janúar 1978, en „Surinam“ er enn oft notað í ensku. Dæmi um það er flugfélag landsins, Surinam Airways.

StjórnmálBreyta

StjórnsýslueiningarBreyta

Súrínam skiptist í tíu umdæmi:

Að auki skiptist landið í 62 byggðir (ressorten).

TilvísanirBreyta

  1. "Suriname", The New Encyclopædia Britannica, Encyclopædia Britannica, Volume 5. Edition 15, Encyclopædia Britannica, 2002, s. 547
  2. Menon, P.K. (October 1978). „International Boundaries: A Case Study of the Guyana-Surinam Boundary“. The International and Comparative Law Quarterly. 27 (4): 738–768. doi:10.1093/iclqaj/27.4.738. JSTOR 758476.
  3. Oudschans Dentz, F. (1919–1920). „De Naam Suriname“. De West-Indische Gids. 1ste Jaarg (Tweede Deel): 13–17. JSTOR 41847495.
  4. Wilkie, Lieutenant-Colonel (1841). The United Service Journal and Naval and Military Magazine. bls. 205. Coming from the south we pass Surinam, the original name of which was Surryham, so called after Lord Surry, in the time of Charles II., and since corrupted to Surinam.
  5. Baynes, Thomas Spencer (1888). Encyclopædia Britannica: A Dictionary of Arts, Sciences, and General Literature, Volume XI (Ninth Edition—Popular Reprint. útgáfa). In 1614, the states of Holland granted to any Dutch citizen a four years' monopoly of any harbour or place of commerce which he might discover in that region (Guiana). The first settlement, however, in Suriname (in 1630) was made by an Englishman, whose name is still preserved by Marshall's Creek.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.