Michael Bublé
Michael Steven Bublé (fæddur 9. september 1975), oftast nefndur Michael Bublé, er kanadískur söngvari og leikari. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal þrenna Grammy-verðlauna. Fyrsta platan hans, It's Time, náði topp tíu í bæði Kanada og Bretlandi. Platan kom út 2005 og naut mikilla vinsælda um allann heim. Önnur plata hans, Call Me Irresponsible kom út 2007 og naut hún enn meiri velgengi. Hún náði topp sætinu á flestum stærstu plötulistum heims. Michael Bublé hefur selt meira en 30 milljónir plötur um allan heim.
Michael Bublé | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Burnaby, British Columbia, Kanada |
Ár virkur | 1996 – nú |
Stefnur | Pop, jazz |
Útgáfufyrirtæki | 143 Records og Reprise Records |
Vefsíða | michaelbuble.com |
Saga
breytaMichael Bublé fæddist í Burnaby, Bresku Kólumbíu, Kanada. Foreldrar hans Lewis og Amber Bublé eignuðust tvær dætur auk Michael, þær Crystal og Brandee. Í viðtali við Oprah er haft eftir Michael segja að hann hafi dreymt um að verða frægur söngvari síðan hann var tveggja ára.
Tónlistarferill
breytaBublé var að spila í fyrirtækjapartíi þegar Michael McSweeney, aðstoðarmaður Brian Mulroney, fyrrum forsetisráðherra Kanada, sá Bublé syngja og fékk eintak af disk Bublé. McSweeney sýndi forsetisráðherranum diskinn og var Bublé boðið að syngja í brúðkaupi dóttur forsetisráðherrans. Í brúðkaupinu var Bublé kynntur fyrir David Foster, margverðlaunuðum Grammy verðlauna hafa. Foster starfar sem útgefandi og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Madonna, Whitney Houston, Michael Jackson, Kenny G, Josh Groban, Andrea Bocelli, Céline Dion, Cher og Barbra Streisand.