Kröflueldar

Eldgos milli 1975 og 1984

Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem áttu sér stað við Kröflu frá 20. desember 1975 til 18. september 1984. Á þessum tíma var verið að reisa Kröfluvirkjun. Á sama tíma og framkvæmdir voru að hefjast um mitt ár 1975 varð mikil aukning í skjálftavirkni á Kröflusvæðinu sem náði hámarki 20. desember 1975 þegar eldgos hófst við Leirhnjúk. Þetta litla hraungos var upphafið að Kröflueldum þar sem kvika streymdi inn í kvikuhólf undir Kröfluöskjunni. Þegar þrýstingur varð nógu mikill í kvikuhólfinu varð kvikuhlaup þar sem hluti kvikunnar hljóp í sprungureinar sem opnuðust. Þetta gerðist um 24 sinnum næstu níu árin og þar af rann hraun ofanjarðar níu sinnum. Á meðan á þessu stóð varð landris og landsig áberandi með tilheyrandi jarðhræringum bæði í Kröfluöskjunni og í kringum hana.[1][2] Hraunin sem upp komu í þessum gosum þekja 33 km².

Kröflusvæðið.

TilvísanirBreyta

  1. Guðbjartur Kristófersson, Jarðfræði. (Reykjavík: Leturprent 2005).
  2. „Krafla - Leirhnjúkur - Gjástykki“ Geymt 2016-03-13 í Wayback Machine. Nordic Adventure Travel.

TenglarBreyta

   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.