Jón Þór Birgisson
Jón Þór Birgisson (f. 23. apríl 1975), kallaður Jónsi, er íslenskur tónlistarmaður. Hann er söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Sigur Rós. Nafnið Sigur Rós kemur frá litlu systur Jónsa sem fæddist sama dag og hljómsveitin var stofnuð. Hann var í hljómsveit sem kallaðist Bee Spiders sem var valin efnilegasta hljómsveitin á Músíktilraununum 1995. Hann hlaut Norrænu tónlistarverðlaunin árið 2011 fyrir plötuna Go.
Jónsi | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Jón Þór Birgisson 23. apríl 1975 |
Önnur nöfn | Frakkur |
Uppruni | Ísland |
Störf | Tónlistarmaður |
Ár virkur | 1992–í dag |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgáfufyrirtæki | |
Meðlimur í | Sigur Rós |
Vefsíða | jonsi |
Jónsi er þekktur fyrir að spila á gítar sinn með sellóboga. Hann hefur verið blindur á öðru auganu frá fæðingu.
Plötur
breyta- Jónsi
- Go (2010)
- Jónsi & Alex
- Riceboy Sleep (2009)
- Lost & Found (2019)
- Dark Morph
- Dark Morph
- Dark Morph II