Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arnórsdóttir (f. 18. febrúar 1975 í Reykjavík) er íslensk fjölmiðla- og heimildamyndagerðarkona og upplýsingafulltrúi. Hún starfað í fjölmiðlum frá árinu 1998 til 2023. [1] fyrst í útvarpi en síðan sem sjónvarpsfréttamaður um árabil. Þóra starfaði sem umsjónarmaður og síðar ritstjóri Kastljóss[2] á RÚV á árunum 2009-2017. Hún hefur verið ritstjóri Kveiks, fréttaskýringaþáttar RÚV, frá því að þátturinn hóf göngu sína árið 2017.[3]
Þann 4. apríl 2012 tilkynnti hún forsetaframboð sitt gegn sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni.[4] Hún hlaut um þriðjung atkvæða en Ólafur Ragnar Grímsson rúman helming.[5] Framboðið skapaði töluverða umræðu bæði innanlands og utan[6][7] [8][9] um kynjajafnrétti, en Þóra fæddi sitt þriðja barn, dóttur, í miðri kosningabaráttunni.[10]
Menntun
breytaÞóra er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, er með B.A. gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Genúa á Ítalíu og M.A. gráðu í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði frá Johns Hopkins University School of Advanced International Studies (SAIS) í Bologna, Ítalíu og Washington, D.C., Bandaríkjunum. Hún var valin Yale World Fellow árið 2014.[11][12] „Verkefni Yale World Fellows er að rækta og valdefla net alþjóðavæddra leiðtoga sem eru staðráðnir í að gera heiminn að betri stað,“ segir um verkefnið á heimasíðu þess.[13]
Starfsferill
breytaÞóra hefur meðal annars gert heimildarþáttaröðina Hrunið (2009)[14], myndina Útlagar (2009), um Dalai Lama og tíbetskt samfélag á Indlandi, Inndjúpið (2013), þáttaröð um síðustu bændurna við Ísafjarðardjúp og Brautryðjendur (2014), þar sem rætt er við íslenskar konur sem ruddu brautina á ýmsum sviðum mannlífsins. Hún stýrði einnig spurningaþættinum Útsvari ásamt Sigmari Guðmundssyni í 10 ár, 2007-2017. Allir þættirnir hafa verið tilnefndir til Eddu-verðlauna.
Þóra var tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins árin 2007, 2010,[15] 2011 og 2012 og fékk áhorfendaverðlaun ársins 2012.[16] Hún var einnig tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2009 og 2010.[17]
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hefur einnig hlotið þrenn Edduverðlaun, í flokki frétta-og viðtalsþátta og sem sjónvarpsefni ársins.[18]
Árið 2023 hætti Þóra hjá Rúv og hóf störf sem forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.[19]
Einkalíf
breytaSambýlismaður Þóru er Svavar Halldórsson (f. í Vestmannaeyjum, 10. apríl 1970). Þau eiga þrjú börn og þrjár dætur úr fyrra sambandi hans.[20] Faðir Þóru var Arnór Hannibalsson (1934-2012), heimspekiprófessor.[21] Móðir hennar var Nína Sæunn Sveinsdóttir (1935-2018), viðskiptafræðingur og framhaldsskólakennari.[22]
Tenglar
breyta- Framboðsvefur Þóru Arnórs Geymt 12 júlí 2012 í Wayback Machine
- Segir að hér sé þingræði en ekki forsetaræði, frétt á Mbl.is 28. maí 2012
Tilvísanir
breyta- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 7. júní 2020.
- ↑ „Þóra ráðin ritstjóri Kastljóssins - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (bandarísk enska). Sótt 7. júní 2020.
- ↑ „Þóra ritstjóri nýs fréttaskýringaþáttar“. RÚV (enska). 31. maí 2017. Sótt 7. júní 2020.
- ↑ „Þóra býður sig fram til forseta“. RÚV (enska). 4. apríl 2012. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „Auðvitað var þetta ske mmtilegt“. www.mbl.is. Sótt 7. júní 2020.
- ↑ „She's young, blonde, polite and doesn't do party politics: just the guy for president“. the Guardian (enska). 23. júní 2012. Sótt 7. júní 2020.
- ↑ „New mum takes on president in poll“. NewsComAu (enska). 30. júní 2012. Sótt 7. júní 2020.
- ↑ „La prossima presidente dell'Islanda?“. Il Post (ítalska). 28. júní 2012. Sótt 7. júní 2020.
- ↑ „Islande : vers l'Etat des femmes ?“. TV5MONDE (franska). 24. desember 2014. Sótt 7. júní 2020.
- ↑ „Þóra eignast dóttur“. RÚV (enska). 18. maí 2012. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „Class of 2014 | Yale Greenberg World Fellows“. worldfellows.yale.edu. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „„Troðfull kista af tækifærum"“. www.mbl.is. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „Class of 2016 | Yale Greenberg World Fellows“. worldfellows.yale.edu. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „Sjónvarp“. www.ruv.is. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „Þóra sjónvarpsmaður ársins“. RÚV (enska). 28. febrúar 2010. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „Eddan.is - Vefsíða Edduverðlaunanna“ (bandarísk enska). Sótt 8. júní 2020.
- ↑ Íslands, Blaðamannafélag. „Blaðamannaverðlaun/Mynd ársins“. Blaðamannafélag Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2020. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „Eddan 2019 - Eddan.is“ (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júní 2020. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar Vísir, sótt 17/× 2013
- ↑ „From Iceland — The Television Personality“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). 19. júní 2012. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „Andlát: Arnór K. Hannibalsson“. www.mbl.is. Sótt 8. júní 2020.
- ↑ „Morgunblaðið - Nína Sæunn Sveinsdóttir“. www.mbl.is. Sótt 8. júní 2020.[óvirkur tengill]