David Beckham
David Robert Joseph Beckham (fæddur 2. maí 1975) er enskur fyrrum fótboltamaður. Hann lék lengst af með Manchester United á Englandi (1993-2003) og vann meðal annars þrennuna frægu árið 1999. Einnig lék hann með Real Madrid á Spáni og vann La Liga tímabilið 2006-2007. Einnig hefur hann leikið með AC Milan, Paris Saint-Germain og LA Galaxy í Kaliforníu. Beckham hefur unnið lengi með UNICEF að hjálparstarfi. Hann er stjórnarformaður og eigandi bandaríska knattspyrnuliðsins Inter Miami.
David Beckham | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | David Robert Joseph Beckham[1] OBE[2] | |
Fæðingardagur | 2. maí 1975 | |
Fæðingarstaður | Leytonstone, London, England | |
Hæð | 1,83 m[3] | |
Leikstaða | Hægri kantur(Miðjumaður) | |
Yngriflokkaferill | ||
1987-1991 1989-1991 1991–1993 |
Tottenham Hotspur Brimsdown Rovers (lán) Manchester United | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1993–2003 | Manchester United | 265 (62) |
1995 | → Preston North End (í láni) | 5 (2) |
2003–2007 | Real Madrid | 116 (13) |
2007–2012 | LA Galaxy | 98 (18) |
2009–2010 | → Milan (í láni) | 29 (2) |
2013 | PSG | 10 (0) |
Landsliðsferill | ||
1992-1993 1994–1996 1996–2009 |
England U18 England U21 England |
3 (0) 9 (0) 115 (17) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Einkalíf
breytaBeckham er giftur pop-söngkonunni Victoriu Beckham, áður Viktoria Adams. Hún var þekkt undir nafninu „Posh Spice“ í stúlknabandinu Spice Girls sem gerði garðinn frægan á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. David og Victoria giftu sig 4. júlí 1999 en hann bað hennar árinu áður 24. janúar á veitingastað í Englandi. David og Victoria eiga saman þrjá stráka, Brooklyn Joseph Beckham (fæddur 4.mars 1999 í London, Englandi), Romeo James Beckham (fæddur 1.september 2002 í London) og Cruz David Beckham (fæddur 20. febrúar 2005 í Madríd, Spáni; nafnið Cruz er spænskt og þýðir kross). Þau eiga lika eina dóttur, Harper Seven, fædda árið 2011.
Tilvísanir
breyta- ↑ „David Beckham - Rise of a footballer“. BBC. 19. ágúst 2003. Sótt 9. september 2008.
- ↑ „Beckham's pride at OBE“. BBC Sport. 13. júní 2003. Sótt 9. september 2008.
- ↑ „David Beckham“. Soccerbase. 20. ágúst 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2009. Sótt 9. september 2008.