Moon Bloodgood
Moon Bloodgood (fædd Korinna Moon Bloodgood, 20. september 1975) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Terminator Salvation, Day Break og Falling Skies.
Moon Bloodgood | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Korinna Moon Bloodgood 20. september 1975 |
Ár virk | 2002 - |
Helstu hlutverk | |
Blair Williams í Terminator Salvation Rita Shelten í Day Break Anne Glass í Falling Skies |
Einkalíf
breytaBloodgood er fædd og uppalinn í Anaheim, Kaliforníu og er af hollenskum, írskum og suður-kóreskum uppruna.[1]
Moon er fyrrverandi Laker Girls klappstýra.
Ferill
breytaSjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Bloodgood var árið 2002 í Just Shoot Me. Hefur hún síðan þá komið fram í þáttum á borð við CSI: Crime Scene Investigation, Monk, Burn Notice og Human Target.
Árin 2006 – 2007 þá lék hún í Day Break sem Rita Shelten. Einnig lék hún Journeyman sem Livia Beale árið 2007. Lék hún síðan í Falling Skies sem Anne Glass árið 2011.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Bloodgood var árið 2004 í Win a Date with Tad Hamilton. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Pathfinder, Street Fighter: The Legend of Chun-Li, Beautiful Boy og Conception. Árið 2009 þá var henni boðið hlutverk í myndinni Terminator Salvation þar sem hún lék Blair Williams.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2004 | Win a Date with Tad Hamilton | Falleg kona | |
2005 | A Lot Like Love | Bridget | |
2006 | Eight Below | Katie | |
2007 | Pathfinder | Starfire | |
2008 | What Just Happened | Laura | |
2009 | Street Fighter: The Legend of Chun-Li | Rannsóknarfulltrúinn Maya Sunee | |
2009 | Terminator Salvation | Blair Williams | |
2010 | Bedrooms | Beth | |
2010 | Beautiful Boy | Trish | |
2010 | Faster | Marina | |
2011 | Conception | Nikki | |
2012 | The Surrogate | Vera | |
2012 | The Power of Few | Mala | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
2002 | Just Shoot Me | Penny | Þáttur: Halloween? Halloween! |
2003 | Fastlane | Þerna | Þáttur: Iced |
2003 | CSI: Crime Scene Investigation | Strippari | Þáttur: Assume Nothing |
2004 | Hollywood Division | Lisa Morales | Sjónvarpsmynd |
2004 | North Shore | Lacey Riggs | Þáttur: Vice |
2005 | Rocky Point | Alana | Þáttur: Pilot |
2005 | Monk | Hayley | Þáttur: Mr. Monk Gets Cabin Fever |
2006-2007 | Day Break | Rita Shelten | 13 þættir |
2007 | Journeyman | Livia Beale | 13 þættir |
2009 | Terminator Salvation: The Machinima Series | Blair Williams | 6 þættir Talaði inn á |
2009 | Burn Notice | Rannsóknarfulltrúinn Paxson | 3 þættir |
2010 | Human Target | Dr. Jessica Shaw | Þáttur: Tanarak |
2011 | Falling Skies | Anne Glass | 10 þættir |
2011 | NTSF: SD: SUV | Vivica | Þáttur: Full Hauser |
Verðlaun og tilnefningar
breytaSundance Film Festival verðlaunin
- 2012: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramamynd fyrir Surrogate.
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Moon Bloodgood“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. maí 2012.
- Moon Bloodgood á IMDb