Steinar Bragi

Steinar Bragi Guðmundsson (f. 15. ágúst 1975) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og stundaði nám í almennri bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands.[1]

Hann hefur gefið út ljóðabækur með óbundnum ljóðum og prósaljóðum frá árinu 1998 og verk eftir hann hafa birst m.a. í tímaritinu Andblæ (1998), í Af stríði sem Nýhil gaf út, í Skírni og í Stínu árið 2007. Fyrsta skáldsaga hans, Turninn, kom út hjá Bjarti árið 2000 og síðan hafa komið út hjá sömu útgáfu Áhyggjudúkkur (2002), Sólskinsfólkið (2004) og Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins (2006). Hjá Nýhil kom út skáldsagan Konur árið 2008.[2]

Steinar hefur skrifað pistla á vef hins róttæka dagblaðs Nei og var áberandi í mótmælum á Austurvelli í janúar 2009. Í sama mánuði var Konur endurprentuð í kilju, og kom þá út hjá Máli og menningu.[3]

Steinar Bragi hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Menningarverðlaun DV og verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

SkáldverkBreyta

 • 1998 - Svarthol (ljóð)
 • 1999 - Augnkúluvökvi, (ljóð)
 • 2000 - Turninn (skáldsaga)
 • 2001 - Ljúgðu Gosi, ljúgðu (ljóð)
 • 2002 - Áhyggjudúkkur (skáldsaga)
 • 2004 - Sólskinsfólkið (skáldsaga)
 • 2005 - Útgönguleiðir (prósar)
 • 2006 - Litli kall strikes again (prósar undir höfundanafninu Tinna Timian)
 • 2006 - Hið stórfenglega leyndarmál heimsins (skáldsaga)
 • 2008 - Konur (skáldsaga)
 • 2009 - Himinninn yfir Þingvöllum (sögur)
 • 2011 - Hálendið (skáldsaga)
 • 2013 - Reimleikar í Reykjavík
 • 2014 - Kata (skáldsaga)
 • 2016 - Allt fer (skáldsaga)
 • 2020 - Truflunin (skáldsaga)

NeðanmálsgreinarBreyta

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta