Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna (enska: United States Department of State) er bandarískt alríkisráðuneyti sem ber ábyrgð á alþjóðatengslum Bandaríkjanna. Það er staðsett í Truman-byggingunni í Washington-borg.
Yfir utanríkisráðuneytinu er utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem skipaður er af Bandaríkjaforseta. Núverandi utanríkisráðherra er Antony Blinken.