Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna (enska: United States Department of State) er bandarískt alríkisráðuneyti sem ber ábyrgð á alþjóðatengslum Bandaríkjanna. Það er staðsett í Truman-byggingunni í Washington-borg.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna

Yfir utanríkisráðuneytinu er utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem skipaður er af Bandaríkjaforseta. Núverandi utanríkisráðherra er Antony Blinken.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.