Wikipedia:Potturinn/Sveitabæir

Kæru Wikipedía pennar. Ég hef haft áhyggjur af gæðum íslensku Wikipedíu. Þá tvennt, annarsvegar að það séu of margar greinar sem eru ekki með neina heimild. Annarsvegar að inn á milli séu líka greinar sem eru ekki nægilega markverðar. Þetta tvennt helst soldið í hendur því ef maður skrifar eitthvað án heimilda þá er mjög auðvelt að skrifa um eitthvað sem er ekki markvert. Þetta vandamál er mjög ábernadi í flokknum "Íslenskir sveitabæir". Ég hef eytt nokkrum klukkutímum í að fara í gegnum allar 391 greinarnar í þessum flokk og gefa mat mitt á því hvort hún sé markverð eða ekki. Á sama tíma merkti ég við hvort það séu heimildir til staðar eða ekki. Í nokkrum tilvikum kom ég með aðrar athugasemdir, til dæmis þegar ég tók eftir ritstuld.

Smá lýsing á því hvernig ég mat það hvort grein sé markverð. Til dæmis finnst mér bær markverður ef eitthvað merkilegt gerðist á bænum. Einnig voru stundum merkileg hús, til dæmis 100 ára gömul eða eldri. Í sumum tilfellum var bærinn fæðingastaður einhvers frægs íslendings, en þá þurfti hann líka að vera mjög frægur. Mér fannst bær ekki vera markverður fyrir það eitt að vera nefndur í íslendingasögu. Einnig að einhver frægur fæddist þar eða bjó þar um tíma er yfirleitt ekki nægilegt til að vera markvert.

En afhverju má ekki bara vera til greinar um alla sveitabæi og eyðibýli á Íslandi? Í fyrsta lagi þá fer það gegn einni af fimm máttarstólpum (Pillars) Wikipedíu. Sem er að Wikipedia er alfræðiorðabók. Hún er ekki samansafn af öllum upplýsingum. Sjá einnig Wikipedia:Það sem Wikipedia er ekki. Ef við ættum að leyfa greinar um alla sveitabæi á Íslandi þá ættum við að leyfa alla sveitabæi út um allan heim. Þar ofaná þá þarfnast greinar viðhalds (eitthvað sem ég hef soldið verið að gera undanfarið). Uppfæra upplýsingar sem eru úreldar, laga flokka og þessháttar. Þetta væri ógjörningur ef allir mættu skrifa um allt sem þeim listir. Ég fann eina umræðu þar sem var rætt um að það sé allt í lagi að til séu stubbar um eyðibýli sem verða aldrei meira en stubbar.

Ég held að þetta vandamál hafi aukist vegna þess að enginn vildi vera "leyðinlegi gaurinn" og fara í að eyða út greinum sem hafa fengið að standa í 10 ár og stundum lengur. En gallinn er að eftir því sem þetta dregst lengur þá styrkist sú menning á íslensku Wikipedíu að þetta sé allt í lagi. "Það eru til fullt af greinum þar sem eru engar heimildir þannig að það er allt í lagi þótt ég geri það líka". Svo gerist það fyrr eða síðar að það fer af stað tiltekt og þessum greinum er eytt út. Þá er öll þessi vinna farin í vaskinn. Þessvegna held ég að við ættum að fara í átak núna um að eyða út ómarkverðum greinum og vera strangari um að fólk setji inn heimildir áður en vandamálið vex meira.

Hér fyrir neðan er listinn yfir allar greinar í flokknum Íslenskir sveitabæir og undirflokkar þar undir. Við getum hafið almenna umræðu um það sem ég skrifaði hér fyrir ofan. Svo eftir nokkra daga þá held ég að við ættum að hefja umræðu á hverri spjallsíðu greinanna fyrir sig. Þá sérstaklega þeim sem eru merktar rauðar (121 grein, yfirleitt "ekki markvert"). Þar mundi hefjast umræða um hvort hún sé markverð og fólk fær tækifæri á að mótmæla. Á sama tíma væri gott að hafa samband við þá sem stofnuðu greinina og benda þeim á umræðuna. Hvernig lýst ykkur á þetta plan? --Steinninn 26. apríl 2024 kl. 05:13 (UTC)[svara]

Grein Athugasemdir Stofnandi
Aðalból (Vestur-Húnavatnssýsla) Ekki markvert og copy past af Landið þitt Ísland Wretched Tribe of Nero
Akrar (Mýrum) Í lagi Scandium2
Akurey (Landeyjum) Ekki markvert Akigka
Alviðra Ekkert sérlega markvert. Næstum copy past af Landið þitt Ísland Wretched Tribe of Nero
Arnarbæli (Árnessýsla) Í lagi Wretched Tribe of Nero
Arnarbæli (Fellsströnd) Ekki markvert 217.151.169.156
Arnareyri Ekki markvert Vesteinn
Arnarholt Í lagi Wretched Tribe of Nero
Arngerðareyri Á mörkum þess að vera markvert og engar heimildir Salvor
Atlastaðir (Svarfaðardal) Ekki markvert Ahjartar
Auðkúla (Arnarfirði) Mögulega nægilega markverð, en engar heimildir Navaro
Auðkúla (Svínadal) Í lagi Navaro
Auðnir í Svarfaðardal Í lagi Ahjartar
Austari-Krókar Ekki markvert Vesteinn
Ábær Í lagi en vantar heimild
Álftamýri (Arnarfirði) Í lagi en vantar heimild
Álftanes (Mýrum) Í lagi
Álftártunga Í lagi
Árgerði í Svarfaðardal Ekki markvert
Árhvammur Ekki markvert
Ásgarður (Dölum) Ekki markvert
Ásgarður (Þorgrímsstaðadal) Ekki markvert
Ávík Ekki markvert
Bakkasel Í lagi en vantar heimild 194.144.17.7
Bakki í Svarfaðardal Í lagi 89.160.139.14
Barð (Fljótum) Í lagi en vantar heimild Navaro
Beitistaðir Í lagi Jóna Þórunn
Berjadalsá Ekki markvert Gudmundurs
Bessastaðir (Fljótsdal) Í lagi en vantar heimild Skúmhöttur
Bessastaðir Mögulega í lagi Ævar Arnfjörð Bjarmason
Bjarg (Miðfirði) Í lagi en vantar heimild 212.30.242.39
Bjarnanes Í lagi nema mætti laga uppsetningu SigRagnarsson
Bjarnarhöfn Í lagi Indrvida
Blakksgerði Ekki markvert Ahjartar
Borg (Mýrasýsla) í lagi Jóna Þórunn
Borgargerði Á mörkum þess að vera markvert, en þarf að skrifa um hann upp úr til dæmis Landið þitt Ísland. Mögulega bara eyða þessu.
Borgargerði Ekki markvert
Borgarhöfn Í lagi Salvor
Bóla Í lagi 85.220.118.124
Bólstaðarhlíð Í lagi en vantar heimild Navaro
Brautarholt (Kjalarnesi) Í lagi en vantar heimild Brh golf
Brautarhóll í Svarfaðardal Ekki markvert Ahjartar
Breiðabólstaður (Fljótshlíð) Í lagi Navaro
Breiðabólstaður (Skógarströnd) Í lagi Scandium2
Breiðabólstaður (Vesturhópi) Í lagi en vantar tilvísanir Navaro
Brekka (Hvalvatnsfirði) Ekki markvert Vesteinn
Brekka í Svarfaðardal Í lagi Ahjartar
Brettingsstaðir (Flateyjardal) Ekki markvert Vesteinn
Brettingsstaðir (Laxárdal) Ekki markvert Navaro
Brimilsvellir Í lagi Scandium2
Brimnes (Dalvík) Í lagi Spori66
Brimnes (Seyðisfirði) Í lagi Sylgja
Brjánslækur Í lagi en vantar heimild Salvor
Broddanes Í lagi en vantar heimild 193.109.24.11
Brunahvammur Ekki markvert Kaupvangur
Brúarfoss (Hítará) Í lagi Scandium2
Brúnastaðir Í lagi en vantar heimild Brúnastaðir
Bræðratunga Markvert en algjört ritstuldur úr Landið þitt Ísland Wretched Tribe of Nero
Bustarfell Í lagi en vantar heimild Kaupvangur
Búðardalur (Skarðsströnd) í lagi Navaro
Búðir Í lagi Scandium2
Búrfell í Svarfaðardal Ekki markvert Ahjartar
Bústaðir Í lagi Thorlaug
Bær (Bæjarsveit) Í lagi Scandium2
Bær (Höfðaströnd) Í lagi Navaro
Böggvisstaðir Í lagi Ahjartar
Djúpidalur (Skagafirði) Í lagi 85.220.90.116
Dragháls Í lagi Scandium2
Drangar Í lagi en vantar fleiri heimildir 193.109.24.11
Dæli í Skíðadal ekki markvert Ahjartar
Efri-Núpur Í lagi Navaro
Einarslón Í lagi Scandium2
Einholt í Hornafirði Í lagi en mætti breyta uppsetningu á greininni SigRagnarsson
Engey (Kollafirði) Í lagi en vantar tilvísanir Akigka
Engimýri Ekki markvert A416
Espihóll Í lagi en vantar heimild Navaro
Eyjólfsstaðir Ekki markvert (annar bær sem heitir Eyjólfsstaðir við Lagarfljót gæti verið markvert 82.148.72.34
Eyrarteigur Í lagi en mætti umorða og laga tilvísanir Eastmain
Eystra-Geldingaholt Mjög veigamikil grein en sé ekki að bærinn sé markverður Jóna Þórunn
Eyvindará Ekki markvert Vesteinn
Fagranes Í lagi Navaro
Fagurhólsmýri Í lagi Jóna Þórunn
Fáskrúðarbakki Í lagi Scandium2
Fell (Kollafirði) Í lagi en vantar heimild 193.109.24.11
Ferjukot Í lagi Scandium2
Flagbjarnarholt Í lagi en vantar heimild Arndgest
Flankastaðir Í lagi en vantar heimild Moi
Flatatunga Í lagi en vantar heimild Starri
Flugumýri Í lagi en mætti bæta við tilvísunum 85.220.121.13
Fornihvammur Í lagi Navaro
Fremri-Kot Í lagi 193.4.113.33
Frostastaðir Í lagi Navaro
Fróðá Í lagi Scandium2
Fuglavík Ekki markvert Akigka
Garðar (Akranesi) Í lagi Akigka
Garðar í Reynishverfi Í lagi Navaro
Gaulverjabær Í lagi Jóna Þórunn
Geitaskarð Í lagi Navaro
Geitháls Í lagi Salvor
Geldingaholt Í lagi Navaro
Gil (Hvalvatnsfirði) Ekki markvert Vesteinn
Gil (Öxnadal) Ekki markvert 85.220.71.95
Gilsbakki (Eyjafirði) Ekki markvert Gunnarja
Gilsbakki (Hvítársíðu) Í lagi Asmjak
Goddastaðir Í lagi 46.239.230.34
Goðdalir Í lagi en vantar heimild Navaro
Gottorp Í lagi en vantar heimild 194.105.255.161
Granastaðir í Eyjafjarðardal Í lagi Guðmundur Ingvarsson
Grenjaðarstaður Í lagi en mætti bæta við tilvísunum Gesturpa
Grímsland Ekki markvert Vesteinn
Grímsstaðir Í lagi Jóna Þórunn
Gróustaðir Ekki markvert
Gróustaðir Ekki markvert
Grund í Svarfaðardal Í lagi Ahjartar
Grænumýrartunga Í lagi en vantar heimildir 85.220.101.206
Gröf á Höfðaströnd Í lagi en vantar heimild 85.220.121.252
Gröf í Svarfaðardal Í lagi 151.177.40.106
Gullbringa Í lagi Ahjartar
Göngustaðakot Ekki markvert Ahjartar
Göngustaðir Ekki markvert Ahjartar
Halldórsstaðir (Laxárdal) Í lagi Salvor
Hallormsstaður Í lagi Gesturpa
Hamar (Svarfaðardal) Í lagi en vantar heimild Ahjartar
Hamrar í Grímsnesi Á mörkum þess að vera markvert Salvor
Háls í Svarfaðardal Í lagi en vantar heimild Ahjartar
Hánefsstaðir í Svarfaðardal Í lagi en vantar heimild Ahjartar
Heiðarhús Ekki markvert Vesteinn
Helgafell (Snæfellsnesi) Í lagi Navaro
Helgafell í Svarfaðardal Ekki markvert Ahjartar
Helgastaðir (Reykjadal) Í lagi en vantar heimild Navaro
Hellar í Landsveit Í lagi en vantar heimild 194.144.31.69
Hindisvík Í lagi Salvor
Hítardalur (bær) Í lagi en vantar heimild Dvergarnir7
Hjaltastaðir (Blönduhlíð) Ekki nægilega markvert Navaro
Hjarðarholt (Dalasýslu) Í lagi Navaro
Hjarðarholt (Stafholtstungum) Í lagi Scandium2
Hlíð í Skíðadal Ekki markvert Ahjartar
Hlíðarendakot Ekki nægilega markvert 85.220.118.251
Hlíðarendi (Breiðdal) Ekki markvert Siggiboggi
Hlíðarendi (Fljótshlíð) Í lagi Moi
Hlíðarhús Í lagi Vesteinn
Hlíðarhús (Snæfjallaströnd) Ekki markvert Gudmundurs
Hnjúkur í Skíðadal Ekki markvert Ahjartar
Hof (Skagaströnd) Í lagi Navaro
Hof á Höfðaströnd Í lagi en vantar heimild 85.220.119.71
Hof í Hjaltadal Í lagi Navaro
Hof í Svarfaðardal Í lagi Ahjartar
Hof í Vatnsdal Í lagi Navaro
Hof í Vesturdal Í lagi Navaro
Hoffell Í lagi en vantar heimild Frozen Feeling
Hofsá í Svarfaðardal Á mörkunum að vera markvert, og vantar heimild. Eitthvað meira er til um þennan bæ í “Landið þitt Ísland” Ahjartar
Hofsárkot Ekki markvert Ahjartar
Holtastaðir Í lagi Navaro
Hólar í Eyjafirði Í lagi Salvor
Hólar í Hjaltadal Í lagi en vantar heimild EinarBP
Hóll (bær í Svarfaðardal) Ekki markvert Ahjartar
Hrafnseyri Í lagi Jabbi
Hrafnsstaðakot Ekki markvert Ahjartar
Hrafnsstaðir í Svarfaðardal Ekki markvert Ahjartar
Hraun (Fljótum) Í lagi en vantar heimild Navaro
Hraun (Skagafirði) Í lagi Jóna Þórunn
Hraun (Ölfusi) Þarf aðeins að setja í stílinn en annars í lagi Krot
Hraun í Öxnadal Í lagi Ahjartar
Hreiðarsstaðakot Ekki markvert 89.160.139.14
Hreiðarsstaðir Á mörkum þess að vera markvert Ahjartar
Hrísar í Svarfaðardal Ekki markvert Ahjartar
Hrísbrú Í lagi en þarfnast hreingerningar Mosi~iswiki
Húsafell Í lagi Jabbi
Húsavík (Steingrímsfirði) Legg til að greinin heiti Húsavíkurkleif, því það virðist eina markverða við þennan sveitabæ Sveinni
Hvalnes Í lagi Salvor
Hvalsnes Í lagi en vantar heimild Moi
Hvammsvík Í lagi Salvor
Hvammur (Dalasýsla) Í lagi en vantar heimild Navaro
Hvammur (Norðurárdal) Í lagi Scandium2
Hvammur í Laxárdal Í lagi en vantar heimild Navaro
Hvanndalir Í lagi Navaro
Hvanneyri Í lagi Jóna Þórunn
Hvassahraun Í lagi Akigka
Hverhóll Ekki markvert Ahjartar
Hvítanes Á mörkum að vera markvert, eitthvað meira er til um þennan bæ í Landið þitt Ísland Salvor
Hvítárbakki Í lagi Scandium2
Hvítárvellir Í lagi Navaro
Hæringsstaðir í Svarfaðardal Ekki markvert 89.160.139.14
Höfði á Höfðaströnd Í lagi en vantar heimild Navaro
Höfn (Melasveit) Í lagi 88.149.7.174
Hörgsland Í lagi Birgir Marteinsson
Höskuldsstaðir (Laxárdal) Í lagi en vantar heimild Moi
Höskuldsstaðir (Skagaströnd) Í lagi Navaro
Iða (bær) Er markverð en þarf að skrifa aðeins meira og setja heimildir Salvor
Ingjaldshóll Í lagi Scandium2
Ingvarir Ekki markvert 89.160.139.14
Innri-Hólmur Í lagi Scandium2
Jafnaskarð Ekki markvert þar sem til er grein um Jafnaskarðsskógur Scandium2
Jarðbrú Ekki markvert 89.160.139.14
Jökulsstaðir Í lagi en vantar heimild Aronlogi
Jörfi (Dalasýslu) Í lagi en vantar heimild Vesteinn
Kaðalstaðir Ekki markvert Vesteinn
Kalmanstunga Í lagi Scandium2
Kambsmýrar Ekki markvert Vesteinn
Karlsá Í lagi en vantar heimild Ahjartar
Katanes Í lagi Akigka
Kálfafell Í lagi en vantar heimild
Kálfafellsstaður Í lagi en vantar heimild
Kálfavík Ekki markvert
Keflavík (norður) Í lagi en vantar heimild Vesteinn
Keldudalur Í lagi Navaro
Keldur (Rangárvöllum) Í lagi en vantar heimild Navaro
Keta Í lagi en vantar heimild Navaro
Ketilsstaðir (Völlum) Í lagi Navaro
Kirkjuból (Miðnesi) Í lagi en vantar heimild Moi
Kirkjuból (Steingrímsfirði) Á mörkum þess að vera markvert, vantar heimild Dvergarnir7
Kirkjubær (Rangárvöllum) Í lagi en vantar heimild Moi
Klaufabrekknakot Ekki markvert Ahjartar
Klaufabrekkur Í lagi Ahjartar
Klængshóll Ekki markvert
Klömbrur Í lagi
Klöpp Í lagi
Knappsstaðir Í lagi
Knarrareyri Finn þennan bæ ekki í “Landið þitt Íslands”. Virðist samt alveg vera markvert. Minnir að Ómar Ragnarsson hafi talað um þennan stað í einum þætti af Stiklum, er samt ekki viss. Er pínu á báðum áttum.
Kolbeinsstaðir Í lagi
Kollaleira Í lagi en vantar heimild
Kornsá Í lagi
Kot í Svarfaðardal Ekki markvert
Kóngsstaðir Ekki markvert
Krossavík (Vopnafirði) Í lagi en mætti skrifa meira
Krosshóll Ekki markvert
Krókárgerði Ekki markvert
Kussungsstaðir Ekki markvert
Kvísker Í lagi en vantar heimild
Lambastaðir Í lagi
Laugarbrekka Í lagi
Laugasteinn Ekki markvert
Laxárdalur (Skeiða- og Gnúpverjahreppi) Ekki markvert
Laxfoss (Norðurárdal) Ekki markvert, mætti sameina við greinina um fossinn: Laxfoss (Norðurá)
Laxfoss (Norðurárdal) Ekki markvert
Látrar Ekki markvert
Leirá (Leirársveit) Mögulegt ritstuldur úr Landið þitt Ísland
Leirhöfn Í lagi
Listi yfir bæi í Norðfjarðarsveit Ekki markvert og engar heimildir
Litlibær Í lagi en vantar heimild
Ljósavatn (bær) Í lagi
Lómatjörn Ekki markvert
Lónseyri Ekki markvert
Lýsuhóll Í lagi
Löngumýri Í lagi
Malarrif Í lagi
Mánárbakki Ekki markvert
Másstaðir í Skíðadal Ekki markvert
Melar (Melasveit) Í lagi en vantar heimild
Melar í Svarfaðardal Ekki markvert
Melstaður Í lagi
Merkigil Í lagi
Miklaholt Í lagi
Miklibær í Blönduhlíð Í lagi
Minna-Hof (Skeiða- og Gnúpverjahreppi) Ekki markvert
Munaðarnes Ekki markvert
Munkaþverá Í lagi
Múlakot Í lagi
Múli (Aðaldal) Í lagi en vantar heimild
Myrká (Hörgárdal) Í lagi en vantar heimild
Mýrar (Dýrafirði) Í lagi
Mýri (Bárðardal) Í lagi en vantar heimild
Mælifell (Skagafirði) Í lagi
Möðrudalur á Fjöllum Í lagi en vantar heimild
Möðruvellir (Eyjafjarðarsveit) Í lagi en vantar heimild
Möðruvellir (Hörgárdal) Í lagi en þarf að laga langann lista yfir heimildir
Narfeyri Í lagi
Naustavík Ekki markvert
Nautabú í Skagafirði Ekki markvert
Nauteyri Í lagi
Neðri-Ás í lagi
Nes (Grunnavík) Ekki markvert
Nes við Seltjörn Í lagi
Núpsstaður Í lagi
Núpur (Dýrafirði) Í lagi en vantar heimild
Næfurholt Í lagi en vantar heimild
Oddi (Rangárvöllum) Í lagi
Ófeigsá Ekki markvert
Óspakseyri Í lagi en vantar heimild
Óspaksstaðir Ekki markvert
Rauðamelur ytri Í lagi
Rauðanes Í lagi
Rauðsgil Í lagi
Reykholt (Borgarfirði) Í lagi
Reykir (Hrútafirði) Í lagi en vantar heimild
Reykir (Reykjaströnd) Í lagi en vantar heimild
Reykir í Tungusveit Í lagi
Reykjahlíð (Mývatnssveit) Í lagi en vantar heimild
Reynir í Mýrdal Í lagi
Reynistaður Í lagi
Ríp Í lagi en vantar heimild
Sakka ekki markvert
Saltvík Ekki markvert
Sandar Í lagi en mjög undarleg heimild ?!?
Sandeyri Í lagi en vantar heimild
Sandfell (Öræfum) Í lagi
Sauðafell Góð grein en þarfnast hreingerningar
Sauðanes (N-Þingeyjarsýslu) Í lagi
Sauðanes (Upsaströnd) Í lagi
Sauðlauksdalur Í lagi en vantar heimild
Saurbær (Rauðasandi) Í lagi en vantar heimild
Setberg (Eyrarsveit) Í lagi
Silfrastaðir Í lagi en vantar heimild
Síðumúli Í lagi
Sjávarborg Í lagi
Sjöundá Í lagi en vantar heimild
Skarð (Dalsmynni) Ekki markvert
Skarð (Skarðsströnd) Í lagi
Skarð (Snæfjallaströnd) Ekki markvert
Skáldalækur Ekki markvert
Skefilsstaðir Ekki markvert
Skeggjastaðir Á mörkum þess að vera markvert og vantar fleiri heimildir
Skeggsstaðir Ekki markvert
Skeið í Svarfaðardal Ekki markvert
Skildinganes Í lagi
Skor Í lagi
Skógar (Þorskafirði) Í lagi en vantar heimild
Skriðuklaustur Í lagi en mætti hafa fleiri tilvísanir
Sleitustaðir Í lagi en með úreltar upplýsingar og engar heimildir
Smyrlabjörg Í lagi en vantar heimild fyrir fyrrihluta greinarinnar
Snóksdalur Í lagi en vantar heimild
Sólvangur (Fnjóskadal) Ekki markvert
Staðarfell Í lagi en vantar heimild
Staðarhóll Í lagi en vantar heimild
Staðarstaður Í lagi
Stafafell (Lóni) Í lagi en vantar heimild
Stafholtsey Í lagi en vantar heimild
Stafnes Í lagi
Steindyr (Látraströnd) Ekki markvert
Steindyr í Svarfaðardal Ekki markvert
Steinsstaðir Í lagi en vantar heimild
Stóra-Holt Ekki markvert
Stóra-Seyla Í lagi en vantar heimild
Sturlureykir Í lagi
Stærri-Árskógur Í lagi en vantar heimild
Stöng (bær) Í lagi en þarfnast hreingerningar
Sunndalur Ekki markvert
Sútarabúðir Ekki markvert
Svanshóll Textastuldur og engar heimildir - Eyða eða endurskrifa alveg uppá nýtt
Svínafell Í lagi en vantar heimild
Syðra-Garðshorn Ekki markvert, eignahald talið upp en ekkert annað merkilegt
Syðra-Holt í Svarfaðardal Ekki markvert
Syðra-Hvarf Ekki markvert
Syðri Ánastaðir Markvert en þarf að færa í stílinn
Syðri-Vík (Vopnafirði) Ekki markvert
Syðri-Völlur Ekki markvert
Sölvhóll Í lagi
Teigur Í lagi en þarfnast hreingerningar
Tindriðastaðir Ekki markvert
Tjörn (Vatnsnesi) Í lagi en vantar heimild
Tjörn í Svarfaðardal Í lagi
Tóftir (Flateyjardalur) Ekki markvert
Tröllatunga Í lagi en vantar heimild
Tungufell í Svarfaðardal Ekki markvert
Undirfell Í lagi
Uppsalir (Blönduhlíð) Ekki markvert
Upsir Í lagi
Urðir Í lagi
Úlfsstaðir Í lagi
Vallanes Í lagi en vantar heimild
Vallanes Í lagi en vantar heimild
Valþjófsstaður Í lagi en vantar heimild
Vattarnes Í lagi en mætti lengja greinina uppúr upplýsingum úr Landið þitt Ísland
Vellir Í lagi
Vestari-Krókar Ekki markvert
Vesturhópshólar Í lagi
Végeirsstaðir Ekki markvert
Viðvík Í lagi
Víðidalstunga Í lagi
Víðimýri Í lagi en vantar heimild
Víðivellir Í lagi
Ytra-Garðshorn Í lagi en vantar heimild
Ytra-Holt Ekki markvert
Ytra-Hvarf Ekki markvert
Ytri-Kot Ekki markvert
Þeistareykir Í lagi en vantar heimild
Þingeyrar Í lagi en vantar tilvísanir
Þingvellir (Þórsnesi) Í lagi
Þormóðsstaðir (Sölvadal) Ekki markvert
Þorsteinsstaðir í Svarfaðardal Ekki markvert
Þorvaldseyri Í lagi
Þúfa (Flateyjardalsheiði) Ekki markvert
Þverá (Hvalvatnsfirði) Ekki markvert
Þverá (Laxárdal) Í lagi
Þverá í Skíðadal Ekki markvert
Þverá í Svarfaðardal Ekki markvert
Þönglabakki Í lagi en vantar heimild
Ölduhryggur (Svarfaðardal) Ekki markvert
Ölkelda (Staðarsveit) Í lagi
Öndverðareyri Í lagi
Öxl (Snæfellsnes) Í lagi en mætti lengja greinina og þarf að setja heimild
við ættum að leyfa greinar um alla sveitabæi á Íslandi þá ættum við að leyfa alla sveitabæi út um allan heim.

Ég get ekki sagt að ég sé sammála þessu. Íslenska Wiki ætti að fjalla um sértækt íslenskt. En kannski er umfjöllun á eyðibýlum full rómantísk og persónuleg að ég vilji eyða. (t.d eru 2 bæir tilnefndir eyðingu þar sem afi minn og amma ólust upp)--Berserkur (spjall) 26. apríl 2024 kl. 06:33 (UTC)[svara]

Gerði fjöldaathugun á timarit.is, þetta er ekki nákvæm athugun, enda er fjöldinn of mikill fyrir það. Leitaði með beygingarlýsingu á.
Gular og rauðar greinar sem ætti að halda: Austari-Krókar, Aðalból_(Vestur-Húnavatnssýslu), Broddanes, Brunahvammur, Drangar, Flatatunga, Gottorp, Hlíðarendakot, Hoffell, Hofsá í Svarfaðardal, Höfn_(Melasveit), Krosshóll, Kálfafell, Laxárdalur_(Skeiða-_og_Gnúpverjahreppi), Leirá_(Leirársveit), Litlibær, Lónseyri, Mánárbakki, Sauðanes_(N-Þingeyjarsýslu), Sakka, Sandar, Sauðafell, Silfrastaðir, Skeggjastaðir, Skáldalækur, Sleitustaðir, Staðarfell, Stóra-Holt, Stærri-Árskógur, Stóra-Seyla, Syðri-Völlur, Tröllatunga, Uppsalir (Blönduhlíð), Valþjófsstaður, Vattarnes, Vestari-Krókar, Víðimýri, Ytra-Holt, Ytra-Hvarf, Þönglabakki, Öxl_(Snæfellsnes) (alls 41 greinar)

--Snævar (spjall) 26. apríl 2024 kl. 08:55 (UTC)[svara]

Flottur listi. Ég er sammála því að það eigi ekki allir sveitabæir á Íslandi að fá sérstaka grein, fremur en öll hús í þéttbýli, jafnvel þótt við gefum okkur meiri slaka um markverðugleika fyrir séríslenskt efni. Stundum eru þessar greinar mjög stuttar og ekki líklegar til að lengjast neitt þar sem ekki er neitt frekara um bæinn að segja. Þar sem bær er eingöngu þekktur fyrir einn frægan íbúa, gæti bæjarheitið verið tilvísun á viðkomandi grein og umfjöllun um bæinn betur komin sem kafli í þeirri grein, fremur en sjálfstæð grein.--Akigka (spjall) 26. apríl 2024 kl. 11:15 (UTC)[svara]
Almennt er ég ekki á móti að það sé meiri slaki á séríslensku efni en ég er þó ekki á því að það eigi að vera slaki á að geta heimilda. Ef engar heimildir eru þá á klárlega að eyða viðkomandi grein. Alvaldi (spjall) 26. apríl 2024 kl. 20:56 (UTC)[svara]
Þetta eru fínar athugasemdir. Ég er samt ekki sammála því að íslenska wikipedía ætti að fjalla sérstaklega um íslenskt efni. Fólk skrifar um það sem það hefur áhuga um og því mun alltaf vera meira af greinum um íslenskt málefni. Ég sjálfur skrifa aðalega um íslenskt efni. En mér finnst ekki að þröskuldur fyrir markverðileika ætti að vera öðruvísi um íslenskt efni. En látum það lyggja á milli hluta í bili. Ég skil ekki alveg hvernig fjöldaathugun virkar á timarit.is. Þýðir það hversu oft viðkomandi sveitabær var nefndur í grein á timarit.is? Það gefur bara vísbendingu um markverðileika, það er engin sönnun. Til dæmis gætu verið til tveir sveitabæir með sama nafn. Það þarf dýpri rannókn en bara hversu oft hann er nefndur á timarit.is. Ég hef verið að hugsa þetta um helgina og ég held að umræðunni þurfi að vera skipt í tvennt svo að við fáum einhverskonar niðurstöðu. Annarsvegar um hvar er markverður sveitabær og hinsvegar hvað eigi að gera við greinar sem eru ekki með neinar heimildir. --Steinninn 28. apríl 2024 kl. 19:53 (UTC)[svara]
Hvað með þig sjálfan? Flettir þú einhverju upp, eða last þú bara greinarnar í flokknum?
Ályktunin þín um mitt innlegg er rangt, ég leitaði ekki að öllum Atlastöðum á landinu. Snævar (spjall) 29. apríl 2024 kl. 00:23 (UTC)[svara]
Ég las greinarnar og var líka með Landið þitt Ísland við hönd og fletti upp hverjum einasta bæ í þeirri ágætu bók. Ef ég fann ekkert markvert í greininni né bókinni þá merkti ég það sem svo að hún sé ekki markverð. Það getur auðvitað verið rangt mat hjá mér. Það er þá annara að koma með rök fyrir því að greinin sé markverð. Ekki öfugt.
Þú segir að ályktun mín um innleggið þitt sé rangt. Getur þú útskýrt það aðeins? Steinninn 29. apríl 2024 kl. 01:37 (UTC)[svara]
Leita að "Bær á/í/við landslagsþátt", með beygingarlýsingu með forriti sem fer yfir tengla. Fæ út stærð hverrar síðu (á tímarit.is) fyrir sig og hversu lengi það tók (í millisekúndum). Nota þau gögn og skila af mér þeim síðum sem eru með einhverjar niðurstöður. Dæmi:
https://timarit.is/?q=%22Sandar+%C3%AD+D%C3%BDrafir%C3%B0i%22&size=10&isBeygingar=on&isAdvanced=false Snævar (spjall) 29. apríl 2024 kl. 17:28 (UTC)[svara]

Hvað er markverður sveitabær

breyta

Ég hef lýst því hér fyrir ofan hvað mér finnst vera markverður sveitabær og gaf lista yfir þá bæi sem mér finnst vera markverðir og ekki markverðir. Ég er að sjálfsögðu opinn fyrir því að ég hafi merkt suma bæi vitlaust miðað við þau skilirði sem ég setti og líka að skilirðunum sé breytt. Það hafa komið fram athugasemdir við nokkra bæi (btw: ég var ekki að leggja til að eyða út bæjum sem eru gulir) en engar tillögur um hvað ætti að vera þröskuldurinn. Getum við á annað borð sett fram þröskuld eða þurfum við að ákveða þetta fyrir hvern og einn sveitabæ? --Steinninn 28. apríl 2024 kl. 19:53 (UTC)[svara]

Ég held við séum flest sammála um að það sé ekki hægt að skrifa grein um hvern einn og einasta sveitabæ á Íslandi. Þarf að meta það með hvern og einn sveitabæ eða er hægt að koma með einhverskonar standard? Steinninn 12. maí 2024 kl. 18:26 (UTC)[svara]

Hvað á að gera við greinar með engri heimild

breyta

Það er nokkuð augljóst að margar greinar á íslensku wikipedíu, ekki bara um sveitabæi, er höfundur einfaldlega að skrifa um það sem hann veit. Sem fer á skjön við eina helstu reglu síðunnar. Ég tók til dæmis eftir mörgum sveitabæjum þar sem verið er að lýsa landslagi, lifnaðarháttum og fleiru sem virðist bara vera gert eftir minni. Ég er ekki sammála því, sem hefur verið lagt til, að það ætti einfaldlega að eyða út öllum greinum sem eru ekki með heimild. Önnur leið væri að setja athugasemd efst á allar þessar greininar þar sem beðið er um fleiri heimildir. Það finnst mér líka vafasöm aðferð. Það er svo hrikalega ljótt. Mér dettur í hug að það sé hægt að fara í átak þar sem við setjum smátt og smátt heimildir á allar greinar sem voru skrifaðar fyrir 28. apríl 2024. Þær greinar sem eru skrifaðar eftir þá dagsetningu og eru ekki með neina heimild fá viðvörun í tvær vikur og er svo eytt út. Er það eitthvað sem fólki hugnast? --Steinninn 28. apríl 2024 kl. 19:53 (UTC)[svara]

Aðalatriðið finnst mér að nota fremur sniðið {{heimild vantar}} en sniðið {{heimildir vantar}}, nema einhver sérstök ástæða sé til annars. Það fyrra er sett við þann stað/þá staði þar sem heimildir vantar. Hið síðara segir ekkert nema að heimildir vanti einhvers staðar í greininni, sem getur verið mjög óljóst. Ég held svo að þú sért að ofmeta getu okkar til að fara í einhvers konar átak. Ég man ekki eftir neinu átaki sem hefur náð máli síðustu ár (endilega leiðréttið mig). --Akigka (spjall) 28. apríl 2024 kl. 23:39 (UTC)[svara]
Hafna tillögu alfarið. Bara þótt svo þú hafir fundið einhverjar greinar sem eru skrifaðar "eftir minni" þá er ekki hægt að halda því fram að það eigi við um allar heimildalausar greinar. Jafnvel ef við notum reglur ensku wikipediu þá segja reglur en:Wikipedia:BEFORE að þú verður að vinna heimavinnuna þína og athuga hvort greinin eigi rétt á sér, jafnvel þó hún hafi engar heimildir. Fyrst enska wikipedia, með sínar fáu heimildalausu greinar, er með þessa reglu er ástæðulaust að ganga lengra. Persónulega er ég ekki hrifinn af fjöldaeyðinga beiðnum, þannig að allt sem fer lengra í þá átt, eins og þetta er ég á móti. Snævar (spjall) 29. apríl 2024 kl. 11:27 (UTC)[svara]
Það er ekki þar með sagt að ég vilji ekki fækka nýjum heimildalausum greinum, en það er betri leið til þess. Snævar (spjall) 29. apríl 2024 kl. 11:44 (UTC)[svara]
Ég myndi segja að heimildalausar greinar um sveitabæja þar sem ekki sést í fljótu bragði að séu markverðir sé áframvísað á grein um nærtækustu staðsetningu þeirra, væntanlega dal, vík eða fjörð. T.d. Végeirsstaðir yrði þá áframvísað á Fnjóskadal. Væri hægt að minnast á sveitabæina í slíkum greinum en þá bara með heimildum. Alvaldi (spjall) 13. maí 2024 kl. 11:53 (UTC)[svara]

Lúkning

breyta

Greinar í Svarfaðardal sem voru rauðmerktar hafa verið aftengdar og verður eytt, fyrir utan Sökku og Ytra-Hvarf, sbr. athugasemd frá mér. Komið var á móts við rök Akigka með því að flytja efni á aðrar síður þar sem það var viðeigandi.--Snævar (spjall) 9. júní 2024 kl. 11:46 (UTC)[svara]