Saltvík er jörð á Kjalarnesi við Kollafjörð.

Reykjavíkurborg keypti jörðina 1963 og 1967 var opnað þar útivistarsvæði og aðstaða fyrir börn og unglinga á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. 1971 var t.d. haldin þar Saltvíkurhátíðin að frumkvæði hljómsveitarinnar Trúbrots og Æskulýðsráðs. Æskulýðsráð rak jörðina fram á miðjan 9. áratuginn þegar hún var leigð undir aðra starfsemi. Jörðin var seld árið 1997 og þar er núna kjötvinnsla.