Hoffell er bóndabær í Austur-Skaftafellssýslu. Í landi Hoffells var lengi unnið silfurberg úr námu, sem nú er friðuð. Frumkvöðull að silfurbergsnáminu var Guðmundur Jónsson Hoffell (f. 1875), bóndi á Hoffelli, sem einnig safnaði þjóðlegum fróðleik og þjóðsögum. Söfnun hans varð uppistaðan að ritinu Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir (Akureyri 1946), sem Þorsteinn M. Jónsson ritstýrði og Marteinn Skaftfells gaf út. Sú bók geymir miklar upplýsingar um sögu og staðhætti að Hoffelli.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.