Ábær
Ábær er eyðibýli og kirkjustaður í Austurdal, á eystri bakka Austari-Jökulsár í Skagafirði. Lítil, steinsteypt kirkja stendur enn uppi að Ábæ sem var vígð 1922, en bærinn sjálfur fór í eyði 1950. Ábæjarsókn var þjónað frá Goðdölum fyrst um sinn en árið 1907 var hún lögð til Mælifells. Önundur víss, sem nam land í Austurdal, eftir því sem Landnámabók segir, bjó á Ábæ.
Veitingarskálinn Ábær (nú N1 Ábær) á Sauðárkróki dregur nafn sitt af bænum, en honum stýrði meðal annars þingmaðurinn og fyrrum utanríkisráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson áður en hann hóf þingstörf.
Á Íslandi eru margir Árbæjir en heitið Ábær er einsdæmi á landinu og tók Margeir Jónson heitið fyrir í sinni víðkunnu ritgerð um Torskilin Bæjarheiti í Skagafirði. Skýrist heitið af því að bærinn er ekki aðeins við eina á heldur tvær, Austari-Jökulsá og þveránna við bæjinn sem myndast í Ábæjardal fyrir ofan bæjinn og ennfremur gilinu ögn utar. Var því bærinn nefndur Bær milli áa, sem í gamla málinu var Bær millum á. Síðan kemur bara smá þoka upp úr 1100 og þegar henni léttir heitir bærinn þessu nafni.
Ábæjar Skotta
breytaÁbæjar-Skotta er þekktur draugur í íslenskum þjóðsögum og er kennd við bæinn. Hún lék fjölda manna illa, einkum í innanverðum Skagafirði, drap búsmala og hræddi fólk og sagt var að hún hafi ráðið nokkrum mönnum bana.