Goðdalir
Goðdalir eru bær og kirkjustaður í Vesturdal í Skagafirði.[1] Ef marka má Landnámabók náði Goðdalanafnið yfir mun víðara svæði, jafnvel alla Skagafjarðardali, Vesturdal, Austurdal og Svartárdal, en ekkert er þó vitað um það með vissu.[2] Goðdalir eru neðsti bær í Vesturdal vestan ár og þar eru sléttar og víðar, grösugar grundir. Fjallið fyrir ofan bæinn heitir Goðdalakista.[3]
Fyrst er getið um prest í Goðdölum á 11. öld. Þar var prestssetur til 1904 og sátu þar margir kunnir prestar. Nefna má Skúla Magnússon, afa og alnafna Skúla fógeta, sem þótti mikillátur mjög; sagan segir að þegar hann var á ferðalagi hafi hann kallað til þeirra sem hann mætti: „Víkið úr vegi, góðir hálsar, hér kemur Goðdalapresturinn!“[4]
Prestssetur var í Goðdölum til 1907. Núverandi kirkja er reist 1904 úr viðum kirkju frá 1885, sem fauk í fárviðri árið áður. Kirkjan var flutt til og gerð upp á árunum 1994-1997. Hún er friðuð.[1]
Símon Dalaskáld hvílir í Goðdalakirkjugarði og var honum reistur þar legsteinn árið 1976.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Goðdalakirkja - NAT ferðavísir“. 26 maí 2020. Sótt 18 febrúar 2025.
- ↑ „Skagfirðingabók - 1. tölublað (01.01.2004) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18 febrúar 2025.
- ↑ „Goðdalir – Iceland Road Guide“. web.archive.org. 17 apríl 2024. Afritað af uppruna á 17 apríl 2024. Sótt 18 febrúar 2025.
- ↑ „Skagfirðingabók - 1. tölublað (01.01.2002) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18 febrúar 2025.
- ↑ „Lesbók Morgunblaðsins - 49. tölublað - Jólablað I (24.12.1976) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18 febrúar 2025.