Bakki í Svarfaðardal
Bakki í Svarfaðardal er bújörð í miðjum dal vestan megin Svarfaðardalsár. Bærinn stendur á háum bakka upp frá ánni og þannig er nafn bæjarins til komið. Bakki er með stærstu jörðum í Svarfaðardal. Líklegt er að Bakki sé landnámsjörð en þó er hans ekki getið í Landnámu og reyndar ekki í Svarfdæla sögu heldur en þar er þó getið um Bakkagerði og Bakkavað svo augljóst er að hann var til á ritunartíma Svarfdælu. Í Þjóstólfssögu hamramma, sem er íslendingaþáttur og talinn tiltölulega ungur, er getið um Þorgeir frá Bakka í Svarfaðardal. Af honum keypti Þjóstólfur jörðina og hóf þar búskap. Bakki er þekktastur fyrir það að þaðan voru Bakkabræður, þeir Gísli, Eiríkur og Helgi, sem margar sagnir eru af í íslenskum þjóðsögum.
Bakki í Svarfaðardal | |
---|---|
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Dalvíkurbyggð |
breyta upplýsingum |
Á fyrstu áratugum 20. aldar bjuggu Vilhjálmur Einarsson og Kristín Jónsdóttir á Bakka. [1]Vilhjálmur var stórbrotinn maður og minnisstæður á ýmsa lund og ganga enn sögur af honum í Svarfaðardal. Út af þeim hjónum eru miklar ættir. [2] Einn af afkomendum þeirra er Sigrún Magnúsdóttir frv. borgarfulltrúi í Reykjavík og umhverfis- og auðlindaráðherra. Annar er Magnús Scheving íþróttamaður og rithöfundur. Guðmundur Óli Gunnarsson tónlistarmaður og stjórnandi átti alllengi heima á Bakka.
Hinn nafntogaði verðlaunahestur Baldur frá Bakka, heimsmeistari í fimmgangi með meiru, er kenndur við Bakka í Svarfaðardal. Um hann og eiganda hans, Baldur Þórarinsson, er hin þekkta heimildamynd Bakka-Baldur í leikstjórn Þorfinns Guðasonar.
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ Stefán Aðalsteinsson 1978. Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík
- ↑ Björn R. Árnason 1960. Sterkir stofnar. Þættir af Norðlendingum. Kvöldvökuútgáfan Akureyri