Geitaskarð er bær í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu, fornt stórbýli og var löngum sýslumannssetur. Bærinn var áður í Engihlíðarhreppi en tilheyrir nú Blönduósbæ. Bærinn stendur undir grösugu skarði sem kallast Skarðskarð og nær yfir á Laxárdal. Geitaskarð á einnig land að Blöndu.

Geitaskarð var meðal helstu höfuðbóla Húnaþings allt frá landnámsöld og þar hafa margir höfðingjar búið. Sýslumenn Húnvetninga bjuggu margir á Geitaskarði og er talið að einir tólf sýslumenn hafi setið þar. Þar er nú rekin ferðaþjónusta.

Heimildir

breyta
  • „Árni Á Þorkelsson frá Geitaskarði. Morgunblaðið, 10. desember 1940“.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.