Bjarnanes í Nesjum er bújörð og kirkjustaður, og þar sátu löngum sóknarprestar. Þar var Maríukirkja. Heimajörð og hjáleigur voru árið 1697 metin á 60 hundruð að dýrleika.

Bjarnanes
Bæta við mynd
LandÍsland
Map
Hnit64°19′15″N 15°14′50″V / 64.320915°N 15.247251°V / 64.320915; -15.247251
breyta upplýsingum

Oftast héldu prestar í Bjarnanesi svokallað Bjarnanesumboð yfir allmörgum jörðum í héraðinu.

Hjáleigur

breyta

Hjáleigur frá Bjarnanesi gengu ekki alltaf undir sama nafni, og landamerki þeirra geta hafa verið breytileg. Eftirfarandi nöfn eru ekki tæmandi:

  • Meðalfell (bærinn frekar nefndur kirkjujörð en hjáleiga).
  • Borgir (Innri-Borgir).
  • Fornustekkar (Skerhóll).
  • Austurhóll.
  • Grund (Suðurhóll).
  • Brekkubær (Annargarður og Brattagerði).
  • Taðhóll (Töðuhóll).
  • Háhóll.
  • Ás.
  • Miðsker.
  • Stapi.

Nokkrir Bjarnanesprestar

breyta
  • Um 1572: Jón Eiríksson.
  • 1588 – 1594: Hjörleifur Erlendsson.
  • 1601 – 1618: Hallur Hallvarðsson.
  • 1628 – 1671: Jón Bjarnason.
  • 1672 – 1690: Jón Eiríksson.
  • 1692 – 1738: Benedikt Jónsson (fór þá að bænum Árnanesi en hélt brauðið áfram nokkur ár).
  • 1738 – 1762: Bergur Guðmundsson.
  • 1762 – 1784: Jón Bergsson.
  • 1785 – 1801: Magnús Ólafsson (fór þá að hjáleigunni Stapa en hélt brauðið áfram).
  • 1826 – 1844: Þórarinn Erlendsson.
  • 1844 – 1853: Páll M. Thorarensen.
  • 1853 – 1876: Bergur Jónsson.
  • 1876 – 1891: Jón Jónsson.
  • 1891 – 1906: Þorsteinn Benediktsson.
  • 1906 – 1913: Benedikt Eyjólfsson.
  • 1914 – 1918: Þórður Oddgeirsson.
  • 1919 – 1930: Ólafur Stephensen.
  • 1931 – 1954: Eiríkur Helgason.
  • 1954 – 1959: Rögnvaldur Finnbogason.
  • 1959 – 1974: Skarphéðinn Pétursson.

Heimildir

breyta
  • Bjarni Bjarnason: „Nes”, Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu I, Reykjavík 1971.
  • Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á Íslandi, 2. útgáfa (Hannes Þorsteinsson jók við og Björn Magnússon gaf út), bls. 38, Reykjavík 1949.