Hjarðarholt (Stafholtstungum)

Hjarðarholt er bær og kirkjustaður í Stafholtstungum í Borgarfirði, við afleggjarann upp í Þverárhlíð. Hjarðarholt er landmesta jörð í Stafholtstungum og þar bjuggu oft sýslumenn og aðrir höfðingjar.

Í Hjarðarholti er lítil, en formfögur kirkja, sem byggð var á árunum 1896-1897 og er hún bændakirkja, reist af Jóni Tómassyni hreppstjóra í Hjarðarholti. Í henni er altaristafla frá árinu 1764. Kirkju er fyrst getið í Hjarðarholti í máldaga Skálholtsdómkirkju árið 1140. Hjarðarholtssókn var lögð niður 1991.

Heimildir

breyta

Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.

   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.