Kálfafell
Kálfafell er bær í Suðursveit. Bærinn er einnig nefndur Kálfafell í Fellshverfi og Kálfafell eystra. Búið hefur verið á Kálfafelli frá því snemma á söguöld. Í Njálu segir að Kolur Þorsteinsson, frændi Síðu-Halls, hafi búið á Kálfafelli en hann tók trú af Þangbrandi presti. Kirkja var snemma reist á Kálfafelli og var hún fyrst bændakirkja en komst undir forsjá biskups í Staðamálum og skiptist þá Kálfafell í tvennt milli bóndans og kirkjunnar. Kálfafell innra varð þá bændaeign en Kálfafell ytra kirkjustaður, Kálfafellsstaður.