Kalmanstunga er sveitabær í Hvítársíðu og efsti bær í Borgarbyggð. Að sögn Landnámu heitir bærinn svo eftir suðureyskum landnámsmanni sem flutti þangað bú sitt frá Katanesi eftir að synir hans drukknuðu í Hvalfirði.

Kalmanstunga.
Hafrafell og Langjökull í bakgrunni.
Kalmanstunga
Kalmanstunga um 1900.

Kalmanstunga var á árum áður hvoru tveggja í senn, afskekkt sveitabýli umgirt torfærum ám og stórbýli í þjóðbraut þá er fjölfarinn reiðvegur lá norðan úr landi um Stórasand og Arnarvatnsheiði og áfram um Kaldadal suður á Þingvelli. Það var ekki fyrr en á sjötta tug síðustu aldar að Kalmanstunga komst í varanlegt og gott vegasamband, þegar brýr voru gerðar yfir Norðlingafljót og Hvítá.

Kalmanstunguland er hvað víðáttumest landareign í Mýrasýslu og er þar undir meðal annars allt Hallmundarhraun inn að jöklum. Kirkja var í Kalmanstungu til 1812, en aðeins tveir aðrir bæir áttu þar kirkjusókn. Eftir það átti Kalmanstunga kirkjusókn til Gilsbakka til 1907 þegar sú sókn var sameinuð Reykholtsprestakalli.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.