66°24′18″N 16°29′36″V / 66.40500°N 16.49333°V / 66.40500; -16.49333 Leirhöfn er landnámsjörð á vestanverðri Melrakkasléttu í Norður-Þingeyjarsýslu. Bærinn stendur við samnefnt vatn, Leirhafnarvatn. Í Landnámabók segir: „Reistr son Bjarneyja-Ketils ok Hildar systur Ketils þistils, faðir Arnsteins goða, hann nam land á milli Reistargnúps og Rauðagnúps og bjó í Leirhöfn“.

Árið 1935 stofnaði Helgi Kristjánsson húfugerð í Leirhöfn sem rekin var fram yfir miðbik 20. aldar þar sem voru meðal annars saumaðar vetrarhúfur á íslenska lögreglumenn. Einnig voru framleidd axlabönd, bréfaveski, belti, aktygi og þverbakstöskur svo eitthvað sé nefnt.

Heimildir

breyta
  • Anna Helgadóttir: Húfugerðin í Leirhöfn. Saga fyrirtækis í sveit. Hendur og orð. 2010
  • Niels Árni Lund: Af heimaslóðum. Hólar 2010.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.