Litlibær í Skötufirði er torfbær sem reistur var árið 1895. Þar var búið allt til ársins 1969. Þjóðminjasafn Íslands lét endurbyggja bæinn og er þar nú áningarstaður fyrir ferðamenn. Ábúendur á Hvítanesi hafa umsjón með bænum. Einar Guðfinnsson athafnamaður í Bolungarvík var fæddur og uppalinn í Litlabæ.

Litlibær í Skötufirði