Borgarhöfn er sveitabær í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Kirkja var í Borgarhöfn til forna og talið að hún hafi verið reist þar um árið 1000. Kirkjan var aflögð árið 1708. Öll jörðin Borgarhöfn var að fornu mati 80 hundruð. Fyrir árið 1743 voru 60 hundruð af jörðinni kóngseign en það ár gaf konungur kirkjunum á Kálfafellsstað og Einholti 30 hundruð hvorri.

Borgarhöfn
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.