Hraun (Skagafirði)

Hraun er bær á Skagatá á Skaga, nyrstur bæja þar. Bærinn stendur við svokallaða Hraunsvík og upp af honum, í Skagaheiði, er Hraunsvatn og önnur vötn, öll góð veiðivötn. Landið er grýtt og hrjóstrugt og ræktarland fremur lítið en jörðinni fylgja ágæt hlunnindi, bæði veiði, æðarvarp og reki.

Á Hrauni hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1942. Þar er einnig viti, Skagatáarviti. Næsti bær við Hraun, Skagafjarðarmegin, hét Þangskáli og fór í eyði árið 1978.

Í júní 2008 kom hvítabjörn sem nefndur hefur verið Hraunsbirnan á land á Hrauni og settist að í æðarvarpinu en var felld þar.

Tengt efniBreyta