Katanes

Katanes

Katanes er jörð og samnefnt lítið nes í Hvalfjarðarsveit við utanverðan Hvalfjörð, norðan megin við fjörðinn og austan við iðnaðarhverfið og höfnina á Grundartanga. Jörðin er í landnámi Þormóðs gamla Bresasonar og tilheyrði áður Hvalfjarðarstrandarhreppi.

Jörðin liggur að Klafastöðum og Eiðisvatni í vestri, ásamt Galtarholti, Eystra-Miðfelli, Hólmavatni og Kalmansá við mörk Kalastaðakots í norðri. Bærinn stendur ofan á hæð á nesinu sjálfu. Við Katanes má finna Katanestjörn þar sem Katanesdýrið sást á árunum 1874 til 1876. Á jörðinni er einnig að finna minjar úr seinni heimstyrjöldinni, heillega búta úr kafbátagirðingu Bandamanna.

Í nóvember 2006 keyptu Faxaflóahafnir jörðina, en fyrirtækið hafði áður eignast fleiri jarðir við Grundartanga þar sem í undirbúningi er að auka við hafnaraðstöðuna.

Tenglar breyta