Vallanes
Vallanes er sveitabær og kirkjustaður á Norður-Völlum á Fljótsdalshéraði í Norður-Múlasýslu. Jörðin liggur á nesi milli Grímsár og Lagarfljóts. Bærinn var prestsetur til ársins 1975. Núverandi kirkja var reist árið 1930. Þar er nú stunduð lífræn ræktun á grænmeti og byggi sem er selt undir vörumerkinu „Móðir Jörð“.
Meðal frægra ábúenda á Vallanesi má nefna Stefán Ólafsson (1619-1688) prófast og skáld.