Reykir (Hrútafirði)

Reykir í Hrútafirði er skólasetur á Reykjatanga. Þar var stofnaður héraðsskóli, Reykjaskóli, fyrir Vestur-Húnavatnssýslu og Strandasýslu árið 1930. Þar eru nú byggðasafn, skólabúðir og grunnskóli. Á Reykjum hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1997.

Við Reyki var allmikil viðkoma herliðs í seinni heimstyrjöldinni og má ennþá sjá rústir þess efnis.