Fáskrúðarbakki er bær og kirkjustaður í Miklaholtshreppi, örskammt frá þjóðbraut á bakka árinnar Fáskrúðar. Þar hefur verið kirkja sem flutt var þangað frá Miklaholti, frá árinu 1934. Í kirkjunni eru nokkrir góðir gripir, til að mynda altaristafla frá árinu 1728. Í landi Fáskrúðsbakka er einnig félagsheimilið Breiðablik, sem reist var á árunum 1947-1950 og síðan endurbætt árið 1972.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.