Ferjukot
Ferjukot er bær og forn verslunarstaður við Hvítá í Borgarfirði, undir Þjóðólfsholti, handan árinnar gegnt Hvítárvöllum.
Ferjukot var verslunarstaður á 13. öld og má enn sjá móta fyrir rústum skammt fyrir ofan brúna þar sem heitir Búðahöfði. Í Egils-sögu segir frá láti Böðvars, sonar Egils Skalla-Grímssonar, sem drukknaði er hann var með mönnum sem fluttu varning frá verslunarstaðnum við Hvítá.
Við Ferjukot er Hvítárbrú, sem vígð var 1928 og var mikil samgöngubót. Þó lokaðist þjóðvegurinn oft við Ferjukot vegna vatnavaxta en Hvítá flæddi oft yfir veginn þar og var þá ófært í Ferjukot nema á báti. Bærinn var lengi í alfaraleið og var þar um skeið verslun, bensínstöð, pósthús og fleira. Niðursuða á laxi hófst í Ferjukoti um 1880 og stóð þar til netaveiði var aflögð í ánni. Í Ferjukoti er til mjög mikið af munum og öðru sem tengist sögu laxveiði á Íslandi og er þar vísir að laxveiðiminjasafni.
Heimildir
breyta- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.