Barð (Fljótum)
66°02′52″N 19°07′0″V / 66.04778°N 19.11667°V
Barð er bær og kirkjustaður í Fljótum í Skagafirði. Bærinn stendur undir svipmiklu fjalli sem nefnist Barð(ið) og snýr hvassri egg í átt til sjávar. Barð var stórbýli með mörgum hjáleigum og þar bjó fyrr á öldum höfðingjaætt sem nefnd var Barðverjar. Jörðin var prestssetur frá fornu fari en það var lagt af 1970 og kirkjunni þjónað frá Hofsósi.[1] Núverendi kirkja var reist árið 1889 og er friðuð.[2]
Jarðhiti er á Barði og í gömlum heimildum er minnst á Barðslaug; þar var til dæmis prestur nokkur drepinn árið 1252.[3] Þar var síðar gerð sundlaug og enn seinna var byggður heimavistarskóli við laugina, Sólgarðar. Þar er nú útibú frá Grunnskólanum austan Vatna.[4]
Á meðal merkra ábúenda á Barði má nefna séra Jón Norðmann (1820–1877) sem skrifaði handritið Allrahanda sem er varðveitt á Landsbókasafni.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Barðskirkja“. web.archive.org. 6. desember 2017. Sótt 9 apríl 2025.
- ↑ Minjastofnun. „Barðskirkja“. Minjastofnun. Sótt 9 apríl 2025.
- ↑ Sigríður Sigurðardóttir (2018). „Miðaldakirkjur 1000-1300 Skagfirska kirkjurannsóknin“ (PDF). Byggðasafns Skagfirðingi. bls. 38.
- ↑ „Feykir - 23. tölublað (12.06.2008) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 9 apríl 2025.
- ↑ „Morgunblaðið“. www.mbl.is. Sótt 9 apríl 2025.
Tenglar
breyta- Barðskirkja á kirkjukort.net Geymt 6 desember 2017 í Wayback Machine